Körfubolti

Justin Shouse: Til í að fórna tönn fyrir undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse lék vel í kvöld.
Justin Shouse lék vel í kvöld.
Justin Shouse átti frábæran leik í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld þegar Stjarnan tryggði sér oddaleik á heimavelli með 95-91 sigri í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Iceland Express deild karla.

Hörður Magnússon lýsti leiknum á Stöð Sport og hann greip Justin Shouse í viðtal eftir leikinn.

„Við höfum tekið stuðningsmennina okkar í rússibanaferðir í leikjum okkar í vetur og þetta var því kannski dæmigerður leikur fyrir okkar lið en okkur tókst að hanga á forustunni og tryggja okkur oddaleik á fimmtudaginn," sagði Justin eftir leikinn.

Hann fagnaði einnig að hans gömlu félagar í Snæfelli væru komnir í undanúrslitin.

„Það eru frábærar fréttir fyrir Snæfell og ég held alltaf með mínum gömlu vinum í Stykkishólmi. Það er frábært fólk í Hólminum og ef við höldum áfram að vinna þá hittumst við kannski seinna í úrslitakeppninni," segir Justin brosandi.

Justin fékk vænt olnbogaskot frá Njarðvíkingnum Guðmundi Jónssyni undir lok leiksins, atvikið sást vel í sjónvarpinu og Hörður spurði hann út það.

„Þetta er eitthvað sem þessir karlar hafa verið að gera við mig í allan vetur. Ég er bara farinn að búast við þessu því liðin eru komin til að berjast og láta finna fyrir sér. Þeir vilja vinna og við viljum vinna og það mikil keppnisskap í þessum strákum," sagði Justin og bætti við:

„Ég vona að halda öllum tönnunum mínum eftri þetta einvígi en ef ég tapa einni tönn og við vinnum á fimmtudaginn þá sætti ég mig við þá fórn," sagði Justin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×