Körfubolti

Bárður: Hlýtur bara að vera eitthvað í okkur spunnið

Ómar Þorgeirsson skrifar
Bárður Eyþórsson.
Bárður Eyþórsson.

„Við vorum góðir í kvöld. Varnarleikurinn hjá okkur var mjög massívur og við vorum búnir að undirbúa okkur vel fyrir að mæta þeim og mér fannst okkur takast vel upp með að stoppa þeirra hættulegustu menn," sagði Bárður Eyþórsson, þjálfari Fjölnis, eftir 69-64 sigur liðs síns gegn Snæfelli í Iceland Express-deild karla í körfubolta í Dalhúsum í Grafarvogi í kvöld.

Fjölnir varð þar með fyrsta liðið til þess að leggja Snæfell að velli á árinu 2010 en Snæfell var búið að vinna síðustu sex leiki sína.

„Við erum bara búnir að sýna það undanfarið að við erum gott varnarlið og með því að hirða stig af toppbaráttuliðnum erum við jafnframt að sýna að það hlýtur bara að vera eitthvað í okkur spunnið. Baráttan um sæti í úrslitakeppninni er jöfn og þessi sigur var mikilvægur í þeirri baráttu. Þetta skemmir heldur ekki sjálfstraustið," sagði Bárður ánægður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×