Gert er ráð fyrir stormi Brynhildur Björnsdóttir. skrifar 2. júlí 2010 06:00 Um daginn var ég gestforeldri með dóttur minni í afmæli. Eins og þeir sem eignuðust börn sín að vetri til vita og öfundast endalaust út í er svo einfalt að halda sumarafmælin úti í garði. Smala saman fullt af krökkum, baka flotta köku og hleypa börnunum svo lausum í heilbrigðan leik úti í garði. Í þessu afmæli hafði meira að segja verið blásið til hoppikastala þar sem glaðlegur dreki gnæfði yfir gesti og veifaði. Gestir voru alsælir, hlupu um, veltust af lífsins lyst sem er mikil þegar maður er fjögurra, fimm og sex ára og stukku hæð sína af og til á trampólíni sem var við hliðina á kastalanum. Svo var kallað undir tjald til kertablásturs og kökuneyslu. Og sem sú athöfn stóð sem hæst opnuðust himnarnir. Og ég meina bókstaflega. Ég hef aldrei séð eins ofboðslega mikið vatn streyma úr lofti á Íslandi, ekki einu sinni á sautjándu júníum bernsku minnar, það var einna helst að þrumuskúr í Afríku stæðist samanburð. Afmælisgestir hikuðu smástund í skjóli tjalds en þóttust svo hafa himin höndum tekið (sem var alveg rétt, eða að minnsta kosti fundið hann seytla milli fingranna), óðu inn í vatnselginn í kastalanum, skeyttu hvorki um spariföt né skó heldur hentu sér á kaf í kastalasíkið sem nú var innanveggja og svona tíu sentimetrar á dýpt eða dönsuðu regndansa við veðrið sjálft. Innan tíðar var smalað inn og hamflett, föt fundin á þá sem eru gegndrepa og haldið áfram að borða gómsætar afmæliskökurnar, sem höfðu nú gengið í endurnýjun matarlystar og voru ekki nema pínulítið blautar. Íslensk börn kunna að vera til á íslensku sumri. Veður er mér að skapi. Í útlöndum er oft ekkert skjól fyrir einhverri veðurleysu, slappsveittri velgju og vindsneyð. Hér heima á sumrin er oft sem betur fer almennilegt veður. Hægt að fara í regngallann sinn og stígvélin, brjótast á móti vindinum og finna hann lemja sig í andlitið, stappa í pollum, verða regnvot eða -ur, koma svo inn eða heim eða á áfangastað og finnast afrek hafa verið unnið, dáðir drýgðar og heitir drykkir og góður matur svo dæmalaust verðskulduð. Að vita að allra veðra er von og geta notið þess og hlakkað til, það er að vera Íslendingur. Í dag og kvöld er gert ráð fyrir stormi. Lifið og njótið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun
Um daginn var ég gestforeldri með dóttur minni í afmæli. Eins og þeir sem eignuðust börn sín að vetri til vita og öfundast endalaust út í er svo einfalt að halda sumarafmælin úti í garði. Smala saman fullt af krökkum, baka flotta köku og hleypa börnunum svo lausum í heilbrigðan leik úti í garði. Í þessu afmæli hafði meira að segja verið blásið til hoppikastala þar sem glaðlegur dreki gnæfði yfir gesti og veifaði. Gestir voru alsælir, hlupu um, veltust af lífsins lyst sem er mikil þegar maður er fjögurra, fimm og sex ára og stukku hæð sína af og til á trampólíni sem var við hliðina á kastalanum. Svo var kallað undir tjald til kertablásturs og kökuneyslu. Og sem sú athöfn stóð sem hæst opnuðust himnarnir. Og ég meina bókstaflega. Ég hef aldrei séð eins ofboðslega mikið vatn streyma úr lofti á Íslandi, ekki einu sinni á sautjándu júníum bernsku minnar, það var einna helst að þrumuskúr í Afríku stæðist samanburð. Afmælisgestir hikuðu smástund í skjóli tjalds en þóttust svo hafa himin höndum tekið (sem var alveg rétt, eða að minnsta kosti fundið hann seytla milli fingranna), óðu inn í vatnselginn í kastalanum, skeyttu hvorki um spariföt né skó heldur hentu sér á kaf í kastalasíkið sem nú var innanveggja og svona tíu sentimetrar á dýpt eða dönsuðu regndansa við veðrið sjálft. Innan tíðar var smalað inn og hamflett, föt fundin á þá sem eru gegndrepa og haldið áfram að borða gómsætar afmæliskökurnar, sem höfðu nú gengið í endurnýjun matarlystar og voru ekki nema pínulítið blautar. Íslensk börn kunna að vera til á íslensku sumri. Veður er mér að skapi. Í útlöndum er oft ekkert skjól fyrir einhverri veðurleysu, slappsveittri velgju og vindsneyð. Hér heima á sumrin er oft sem betur fer almennilegt veður. Hægt að fara í regngallann sinn og stígvélin, brjótast á móti vindinum og finna hann lemja sig í andlitið, stappa í pollum, verða regnvot eða -ur, koma svo inn eða heim eða á áfangastað og finnast afrek hafa verið unnið, dáðir drýgðar og heitir drykkir og góður matur svo dæmalaust verðskulduð. Að vita að allra veðra er von og geta notið þess og hlakkað til, það er að vera Íslendingur. Í dag og kvöld er gert ráð fyrir stormi. Lifið og njótið.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun