Schumacher staðráðinn í að ná titli 2011 22. júlí 2010 14:58 Sebastian Vettel og Michael Schumacher á fundi með fréttamönnum í Þýskalandi í dag. Mynd: Getty Images Michael Schumacher var á fréttamannafundi á Hockenheim brautinni í dag og var enn og aftur spurður hvort hann hygðist halda áfram í Formúlu 1 á næsta ári, þrátt fyrir misjafnt gengi. Hann játti því. "Markmikið mitt er og var að vinna titilinn. Það er fókus minn og til þess er ég hér", sagði Schumacher m.a. í frétt á autosport.com. Hann hefur þegar gefið upp von um titil á þessu ári, en markmiðið er að vinna titilinn 2011. Schumacher gerði þriggja ára samning við Mercedes liðið og er á fyrsta ári samningsins. "Er ég ánægður með árangur minn á þessu ári. Það væri rangt að fullyrða slíkt. Það eru miklar væntingar gerðar til mín, en menn verða að vera raunsæir. Að byrja eftir þriggja ára hlé og ætlast til þess að ég væri á sama stað og þegar ég hætti er óraunhæft." "Ég mun taka mér tíma og njóta þess að þróast. Hlutirnir ganga upp og niður og það er hluti af akstursíþróttum. Ég er þess sannfærður að ég mun ná markmiðum mínum og stefni heilshugar að því", sagði Schumacher. Hann ekur á föstudagsæfingum á morgun sem verða sýndar á Stöð 2 Sport kl. 19.30 á morgun. Sýnt er beint frá æfingum kl. 8.55 á laugardag, tímatökunni kl. 11.45 og kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30. Loks er Endamarkið sýnt strax eftir keppni. Tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá. Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Michael Schumacher var á fréttamannafundi á Hockenheim brautinni í dag og var enn og aftur spurður hvort hann hygðist halda áfram í Formúlu 1 á næsta ári, þrátt fyrir misjafnt gengi. Hann játti því. "Markmikið mitt er og var að vinna titilinn. Það er fókus minn og til þess er ég hér", sagði Schumacher m.a. í frétt á autosport.com. Hann hefur þegar gefið upp von um titil á þessu ári, en markmiðið er að vinna titilinn 2011. Schumacher gerði þriggja ára samning við Mercedes liðið og er á fyrsta ári samningsins. "Er ég ánægður með árangur minn á þessu ári. Það væri rangt að fullyrða slíkt. Það eru miklar væntingar gerðar til mín, en menn verða að vera raunsæir. Að byrja eftir þriggja ára hlé og ætlast til þess að ég væri á sama stað og þegar ég hætti er óraunhæft." "Ég mun taka mér tíma og njóta þess að þróast. Hlutirnir ganga upp og niður og það er hluti af akstursíþróttum. Ég er þess sannfærður að ég mun ná markmiðum mínum og stefni heilshugar að því", sagði Schumacher. Hann ekur á föstudagsæfingum á morgun sem verða sýndar á Stöð 2 Sport kl. 19.30 á morgun. Sýnt er beint frá æfingum kl. 8.55 á laugardag, tímatökunni kl. 11.45 og kappakstrinum á sunnudag kl. 11.30. Loks er Endamarkið sýnt strax eftir keppni. Tímatakan og kappaksturinn er í opinni dagskrá.
Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti