Lífið

Samdi sönglög fyrir Gurru Grís

Lög fyrir Grís Máni Svavarsson samdi nokkur lög fyrir brúðuleikrit um Peppa Pig eða Gurru Grís en hún er feykivinsæl meðal barna á Bretlandi.
Lög fyrir Grís Máni Svavarsson samdi nokkur lög fyrir brúðuleikrit um Peppa Pig eða Gurru Grís en hún er feykivinsæl meðal barna á Bretlandi.

Máni Svavarsson, höfundur tónlistarinnar í Latabæ, hefur samið nokkur ný lög fyrir brúðuleikrit sem farið hefur sigurför um Bretland að undanförnu. Aðalpersóna brúðuleikritsins er Gurra grís eða Peppa Pig en hún hefur verið einhver vinsælasta persóna breskra barna undanfarin ár. Þættir um hana eru sýndir í 180 löndum og sýningin verður á næstunni í Liverpool.

„Þetta passar, það eru sömu framleiðendur sem gera þessa sýningu og framleiddu Latabæjarsýninguna og þeir spurðu mig í fyrra hvort ég væri til í að semja nokkur lög. Það er ekki mikið af tónlist í kringum þessa persónu nema upphafslagið og ég bætti bara aðeins við.“

Máni segist ekki vera að horfa í kringum sig enda séu nóg verkefni hjá Latabæ. „Nei, þessir framleiðendur eru góðvinir okkar og ég samdi þessi lög bara í sumarfríinu mínu. Þetta eru svona lítil og léttvæg lög enda stílar Gurra grís inn á yngstu börnin,“ útskýrir Máni og bætir því við að sýningin sé líka mun minni í sniðum en til að mynda Latabæjarsýningin.

Máni er nýbúinn að semja nýtt lag fyrir Latabæ sem verður notað í risastórri auglýsingaherferð fyrir matvörukeðjuna ASDA. Þar verður Latibær í aðalhlutverki nýrrar markaðsherferðar sem byggir á því að deila út skrefamælum til breskra barna og hvetja þau til að ganga meira. Magnús Scheving og Julianne Margulies verða í forsvari fyrir átakið en þetta verður í fyrsta skipti í háa herrans tíð sem þau tvö verða saman á ferðalagi við að kynna Latabæ. -fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.