Viðskipti erlent

Pakistanar ræða við AGS

Mynd/AP

Yfirvöld í Pakistan eiga nú viðræðum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um risalán vegna flóðanna sem hafa valdið gríðarlegu tjóni í landinu undanfarnar þrjár vikur. Breska ríkisútvarpið hefur eftir svæðisstjóra sjóðsins að um 11 milljarða dollara lán sé að ræða. Til samanburðar má nefna að Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar lofað hálfum milljarði dollara til hjálparstarfs á svæðinu.

Pakistönsk yfirvöld telja að 20 milljónir íbúa hafi misst heimili sín. Flóðin hafa náð til um fjórðungs landsins aðallega í landbúnaðarhéraða í miðju Pakistans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×