Innlent

Árangur söfnunarinnar fór fram úr björtustu vonum

Alls söfnuðust 173 milljónir á degi rauða nefsins sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísir.is.
Alls söfnuðust 173 milljónir á degi rauða nefsins sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísir.is.
Þrátt fyrir árferðið gáfu Íslendingar meira til fátækra barna í Afríku í söfnun á degi rauða nefsins í gær. 173 milljónir króna söfnuðust og tæplega tvö þúsund Íslendingar bættust í ört stækkandi hóp heimsforeldra. Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir aðstandendur alsæla með gærkvöldið.

Heimsforeldrar eru því orðnir um 16.500 eða 5% þjóðarinnar og ársgrundvelli styrkja þeir börn í sárri neyð um 250 milljónir króna. Þetta sýnir hversu miklu máli hvert framlag skiptir.

Söfnunin var sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísir.is. „UNICEF er þakklátt þeim einstaklingum sem lögðu málefninu lið þar sem vitað er að margir hafa ekki eins mikið á milli handanna og áður. Það er virðingavert að sjá hve mikið fólk er tilbúið að láta af hendi rakna í aðstæðum sem þessum í þeim tilgangi að rétta bágstöddum börnum úti í heimi hjálparhönd," segir Stefán.

„Takmark okkar hjá UNICEF var að safna heimsforeldrum sem styðja reglulega við verkefni UNICEF. Það tókst svo um munar og erum við mjög þakklát fyrir það. Landsmenn tóku þessu átaki opnum örmum og árangurinn skiptir miklu máli fyrir börn víða um heim sem búa við afar erfiðar aðstæður," segir Stefán.


Tengdar fréttir

173 milljónir söfnuðust á degi rauða nefsins

Alls söfnuðust 173 milljónir á degi rauða nefsins sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi. Þá skráðu tæplega tvöþúsund Íslendingar sig sem heimsforeldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×