Körfubolti

Hrafn: Allt eintómir snillingar áður en þeir koma til landsins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hrafn Kristjánsson.
Hrafn Kristjánsson.

„Við vorum í þeirri aðstöðu allan leikinn að geta klárað hann," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að karlalið félagsins tapaði naumlega fyrir Snæfelli í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

„Við vorum alltaf aðeins yfir og í aðstöðu til að ganga frá þeim. Það verður bara að segja Snæfellingum til hróss að þeir spiluðu vel úr sínum spilum. Við vorum að klúðra aragrúa af opnum færum þegar við þurftum að setja þau niður."

Nokkrir dómar seint í leiknum voru ekki alveg að falla með KR-ingum. „Dómararnir stóðu sig vel. Það féllu einhverjir dómar í fyrri hálfleik á móti Snæfelli en dómararnir áttu alls engan þátt í hvernig fór," sagði Hrafn.

„Þetta lið á langt í land með að toppa. Við eigum enn einn leikmann inni sem er á leiðinni og einhverjir eiga eftir að koma sér í toppstand. Okkur hlakkar bara til."

KR-ingar fá bandarískan bakvörð í byrjun október. „Við tókum þá ákvörðun að klára þetta mót án erlends leikmanns og sjá hve langt það myndi fleita okkur," sagði Hrafn.

Er þetta spennandi leikmaður sem þeir eru að fá? „Þetta eru allt eintómir snillingar áður en þeir koma til landsins. Hann er ekkert öðruvísi þessi," sagði Hrafn léttur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×