Sigurjón að landa stórlaxinum Nicolas Cage 4. maí 2010 06:00 Nicolas Cage skaust upp á stjörnuhimin Hollywood með frammistöðu sinni í Wild at Heart sem Sigurjón Sighvatsson framleiddi. „Við erum að klára viðræðurnar og vonandi náum við að landa samingnum innan skamms,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sem vinnur að því að semja við stórleikarann Nicolas Cage fyrir væntanlega kvikmynd sem hann framleiðir. Myndin heitir Dark Highway og gerist á þjóðvegi frá sólarupprás til sólarlags. „Hún fjallar um mann sem þarf að ná fundi og er að keyra úti á þjóðvegi. Fljótlega tekur hann eftir því að honum er veitt eftirför og sá aðili er ekki með neitt gott í huga,“ útskýrir Sigurjón en leikstjóri myndarinnar verður að öllum líkindum Bruce McDonald. Christopher Kyle skrifar handritið en Kyle og Sigurjón unnu saman að gerð K19 fyrir allmörgum árum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem leiðir Sigurjóns og Cage liggja saman. Cage lék aðalhlutverkið í hinni margrómuðu Wild at Heart eftir David Lynch, sem Sigurjón framleiddi og skaut leikaranum upp á stjörnuhimininn. Cage var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Adaptation og Leaving Las Vegas og hlaut þau fyrir síðastnefndu myndina. Cage er ekki eina stórstjarnan sem Sigurjón er að landa um þessar mundir því í bígerð er önnur kvikmynd úr hans smiðju, The Killer Elite, með þeim Clive Owen og Jason Statham. -fgg Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Við erum að klára viðræðurnar og vonandi náum við að landa samingnum innan skamms,“ segir kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson sem vinnur að því að semja við stórleikarann Nicolas Cage fyrir væntanlega kvikmynd sem hann framleiðir. Myndin heitir Dark Highway og gerist á þjóðvegi frá sólarupprás til sólarlags. „Hún fjallar um mann sem þarf að ná fundi og er að keyra úti á þjóðvegi. Fljótlega tekur hann eftir því að honum er veitt eftirför og sá aðili er ekki með neitt gott í huga,“ útskýrir Sigurjón en leikstjóri myndarinnar verður að öllum líkindum Bruce McDonald. Christopher Kyle skrifar handritið en Kyle og Sigurjón unnu saman að gerð K19 fyrir allmörgum árum. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem leiðir Sigurjóns og Cage liggja saman. Cage lék aðalhlutverkið í hinni margrómuðu Wild at Heart eftir David Lynch, sem Sigurjón framleiddi og skaut leikaranum upp á stjörnuhimininn. Cage var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Adaptation og Leaving Las Vegas og hlaut þau fyrir síðastnefndu myndina. Cage er ekki eina stórstjarnan sem Sigurjón er að landa um þessar mundir því í bígerð er önnur kvikmynd úr hans smiðju, The Killer Elite, með þeim Clive Owen og Jason Statham. -fgg
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira