Viðskipti erlent

Ábendingar um peningaþvætti aukast verulega í Danmörku

Ábendingar danskra banka um peningaþvætti til ríkislögreglunnar jukust verulega á síðasta ári eða um 40% miðað við fyrra ár.

Alls bárust lögreglunni rúmlega 750 ábendingar frá bönkunum um peningaþvætti í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum um glæpi í Danmörku sem ríkislögreglan hefur sent frá sér og Jyllands Posten greinir frá.

Kim Busck Nilesen deilarstjóri í Fjármálaráði Danmerkur segir að þessar tölur bendi ekki endilega til að peningaþvætti hafi aukist. Ástæðan fyrir aukningunni liggi í skarpari reglum um upplýsingagjöf bankanna hvað peningaþvætti varðar á sama tíma og tölvutæknin geri það auðveldara að koma upp um slíkt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×