KR-ingar unnu baráttusigur í Hólminum og tryggðu sér oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2010 19:59 Morgan Lewis var frábær í kvöld. KR-ingar tryggðu sér í kvöld oddaleik á móti Snæfelli í baráttu liðanna um sæti í lokaúrslitunum í Iceland Express deild karla eftir fjögurra stiga sigur, 72-76, eftir ótrúlega stöðu- og varnarbaráttu tveggja öflugra liða í Stykkishólmi. Morgan Lewis kórónaði frábæran leik sinn með því að verja skot Sean Burton á glæsilegan hátt 9 sekúndum fyrir leikslok og hitti síðan úr tveimur vítum sem hann fékk í kjölfarið. Morgan klikkaði reyndar á öðrum tveimur vítum en Fannar Ólafsson tryggði sínum mönnum sigurinn með síðustu körfu leiksins. Snæfellingar voru ískaldir í upphafi, klikkuðu á níu fyrstu skotum sínum í leiknum og KR-liðið komst í 7-0 í upphafi leiks. Fyrsta karfa Snæfells kom ekki fyrr en eftir rúmar fimm mínútur og KR var komið mest níu stigum yfir, 14-5, í fyrsta leikhlutanum. Snæfell bætti hinsvegar sinn leik og náði að minnka muninn í fjögur stig, 12-16, fyrir lok hans. Snæfell byrjaði annan leikhlutann af krafti, tók frumkvæðið í leiknum og náði í kjölfarið mest fimm stiga forskot, 25-20. Snæfell var síðan 33-30 yfir í hálfleik. Pavel Ermolinskij byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel fyrir KR og skoraði 7 stig á fyrstu fjórum mínútunum og síðasta karfan kom muninum niður í eitt stig. 40-39. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tók þá leikhlé og hans menn nánast lokuðu vörninni næstu mínútur, komust í 49-41 og voru síðan 55-51 yfir fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar voru ekkert á því að gefast upp þótt ekkert gengi í skotunum fyrir utan. Morgan Lewis skoraði langþráða þriggja stiga körfu sem minnkaði muninn í 60-58 og Pavel Ermolinskij náði síðan að jafna leikinn og koma KR yfir, 62-64, í fyrsta sinn síðan í öðrum leikhluta með því að skora fjögur stig í röð. Fyrsti þristur Brynjars Þórs Björnssonar (í sjöttu tilraun) kom KR síðan í 67-64 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Eftir það var KR með frumkvæðið í leiknum og landaði miklum baráttusigri.Snæfell-KR 72-76 (33-30) Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 20/6 fráköst, Martins Berkis 18/5 fráköst, Sean Burton 15/6 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Emil Þór Jóhannsson 2.Stig KR: Morgan Lewis 31/10 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 9, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4, Finnur Atli Magnússon 4, Tommy Johnson 2/6 fráköst, Darri Hilmarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér í kvöld oddaleik á móti Snæfelli í baráttu liðanna um sæti í lokaúrslitunum í Iceland Express deild karla eftir fjögurra stiga sigur, 72-76, eftir ótrúlega stöðu- og varnarbaráttu tveggja öflugra liða í Stykkishólmi. Morgan Lewis kórónaði frábæran leik sinn með því að verja skot Sean Burton á glæsilegan hátt 9 sekúndum fyrir leikslok og hitti síðan úr tveimur vítum sem hann fékk í kjölfarið. Morgan klikkaði reyndar á öðrum tveimur vítum en Fannar Ólafsson tryggði sínum mönnum sigurinn með síðustu körfu leiksins. Snæfellingar voru ískaldir í upphafi, klikkuðu á níu fyrstu skotum sínum í leiknum og KR-liðið komst í 7-0 í upphafi leiks. Fyrsta karfa Snæfells kom ekki fyrr en eftir rúmar fimm mínútur og KR var komið mest níu stigum yfir, 14-5, í fyrsta leikhlutanum. Snæfell bætti hinsvegar sinn leik og náði að minnka muninn í fjögur stig, 12-16, fyrir lok hans. Snæfell byrjaði annan leikhlutann af krafti, tók frumkvæðið í leiknum og náði í kjölfarið mest fimm stiga forskot, 25-20. Snæfell var síðan 33-30 yfir í hálfleik. Pavel Ermolinskij byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel fyrir KR og skoraði 7 stig á fyrstu fjórum mínútunum og síðasta karfan kom muninum niður í eitt stig. 40-39. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, tók þá leikhlé og hans menn nánast lokuðu vörninni næstu mínútur, komust í 49-41 og voru síðan 55-51 yfir fyrir lokaleikhlutann. KR-ingar voru ekkert á því að gefast upp þótt ekkert gengi í skotunum fyrir utan. Morgan Lewis skoraði langþráða þriggja stiga körfu sem minnkaði muninn í 60-58 og Pavel Ermolinskij náði síðan að jafna leikinn og koma KR yfir, 62-64, í fyrsta sinn síðan í öðrum leikhluta með því að skora fjögur stig í röð. Fyrsti þristur Brynjars Þórs Björnssonar (í sjöttu tilraun) kom KR síðan í 67-64 þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir. Eftir það var KR með frumkvæðið í leiknum og landaði miklum baráttusigri.Snæfell-KR 72-76 (33-30) Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 20/6 fráköst, Martins Berkis 18/5 fráköst, Sean Burton 15/6 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 5, Emil Þór Jóhannsson 2.Stig KR: Morgan Lewis 31/10 fráköst, Pavel Ermolinskij 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 9, Fannar Ólafsson 8/5 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 4, Finnur Atli Magnússon 4, Tommy Johnson 2/6 fráköst, Darri Hilmarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Leik lokið: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskot sitt Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Sjá meira