Körfubolti

KR slátraði Stjörnunni í framlengingunni

Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR í kvöld.
Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR í kvöld. Mynd/Vilhelm

Keppni í Iceland Express-deild karla hófst í kvöld með þremur leikjum. KR, Keflavík og KFÍ fengu sín fyrstu stig í kvöld.

KR vann Stjörnuna í DHL-höllinni í framlengdum leik. KR byrjaði mun betur og var með góða forystu í hálfleik, 56-42.

Stjörnumenn söxuðu á forystuna í síðari hálfleik og náðu að tryggja sér framlengingu með því að vinna fjórða leikhlutann með þrettán stiga mun.

En KR fór illa með Garðbæinga í framlengingunni og vann að lokum átján stiga sigur, 108-90.

Þá vann Keflavík lið ÍR, 88-77, og KFÍ lagði Tindastól, 85-70.

KR - Stjarnan 108-90

Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8, Marcus Walker 7/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/4 fráköst, Martin Hermannsson 3..

Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 17/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 17, Marvin Valdimarsson 11/4 fráköst, Jovan Zdravevski 10/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birgir Björn Pétursson 7/10 fráköst, Guðjón Lárusson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 1.

Keflavík - ÍR 88-77

Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 24, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 19/7 fráköst/3 varin skot, Hörður Axel Vilhjálmsson 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Gunnar H. Stefánsson 11, Elentínus Margeirsson 8/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 6/7 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4.

Stig ÍR: Kelly Biedler 21/8 fráköst, Vilhjálmur Steinarsson 19, Nemanja Sovic 17/9 fráköst, Karolis Marcinkevicius 9/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Níels Dungal 4/6 fráköst/5 stoðsendingar, Ásgeir Örn Hlöðversson 1.

KFÍ - Tindastóll 85-70

Stig KFÍ: Nebojsa Knezevic 17, Carl Josey 14/6 fráköst, Craig Schoen 13/9 fráköst/6 stoðsendingar, Ari Gylfason 13/4 fráköst, Edin Suljic 12/3 varin skot, Daði Berg Grétarsson 7, Darco Milosevic 5, Pance Ilievski 4.

Stig Tindastóls: Josh Rivers 18, Dragoljub Kitanovic 14/5 fráköst, Halldórsson Halldór 12/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 9, Dimitar Petrushev 7/4 fráköst, Hreinn Gunnar Birgisson 4, Helgi Rafn Viggósson 4/7 fráköst, Radoslav Kolev 2.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×