Sport

Björgvin var fánaberi Íslands á opnunarhátíðinni í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Björgvinsson og íslenski hópurinn á opnunarhátíðinni.
Björgvin Björgvinsson og íslenski hópurinn á opnunarhátíðinni. Mynd/AP

Skíðamaðurinn Björgvin Björgvinsson var fánaberi íslenska hópsins á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Vancouver sem voru settir með mikilli viðhöfn í nótt.

Björgvin Björgvinsson sem er 30 ára gamall Dalvíkingur er að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum en hann náði meðal annars 22. sæti í svigi á Ólympíuleikunum í Torónó 2006 og var fánaberi Íslands á Ólympíuleikunum í Salt Lake City árið 2002.

Ísland á fjóra keppendur á leikunum í Vancouver og voru þau öll á opnunarhátíðinni. Keppendur Íslands á leikunum eru auk Björgvins, Íris Guðmundsdóttir, Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×