Lífið

Geri mjög svo lítið sem er bara fyrir mig

Sandra Bullock. MYND/Cover Media
Sandra Bullock. MYND/Cover Media

„Tíminn sem ég ætti að eyða í sjálfa mig fer í að endurskipuleggja heimili mitt og versla inn fyrir breytingarnar sem ég hanna sjálf í frítíma mínum. Mig hefur nefnilega lengi dreymt um að verða innanhúsarkitekt," sagð leikkonan Sandra Bullock sem ættleiddi drenginn Louis í byrjun ársins.

Við könnuðum á meðal lesenda Lífsins á síðunni sem við höldum úti á Facebookhvað þeir gera fyrir sjálfan sig. Þátttakan var mjög góð og svörin létu ekki á sér standa:

 

„Einfalt svar of lítið! Kaupi annars slagið háralit í búðinni þegar rótin er orðin svakaleg. Ætli það sé ekki svona þriðja hvern mánuð sem ég geri eitthvað sem er bara fyrir mig."

„Úfffff hugsa reyndar lítið út í það. Kaupi ekki meira en ég þarf nema þegar kemur að garni."

„Ég geri mjög svo lítið sem er bara fyrir mig. Öll mín orka fer í það að hugsa um drengina mína þrjá sem eru mér allt."

„Er dugleg ad fara í nudd og láta dekra vid mig . Fer á hárgreidslustofu annan hvern mánuð og læt dekra við mig tar."

„Ég fer í fótabað 2-3 á viku á meðan ég þarf að læra... tekur 2 mínútur að láta renna í bala einhverja sápu ofaní og þetta er rosa kósí á meðan maður er að lesa eða skrifa ritgerðir. Svo stundum geri ég extra og set maska í andlitið og djúpnæringu í hárið."

„Eftir að hafa vanrækt mig síðastliðin 20 ár vegna mömmustarfa þá er ég farin að hugsa nokkuð vel um mig barasta. Fer í sund á hverjum degi, fæ mér góðan kaffibolla á hverjum degi..."

Stelpur takk kærlega fyrir þátttökuna. Vert þú líka með okkur á Facebook.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.