Lífið

Engir megrunarkúrar í fríinu

Eva Longoria Parker. MYND/Cover Media
Eva Longoria Parker. MYND/Cover Media

Leikkonan Eva Longoria Parker, 35 ára, upplýsti í viðtali við tímaritið OK á dögunum hvernig hún heldur sér í góðu líkamlegu formi.

Desperate Housewives stjarnan þarf að hafa fyrir því að halda sér í góðu formi. Hún mætir í líkamsræktina fjórum sinnum í viku og borðar nákvæmlega það sem þjálfarinn hennar segir henni að borða.

„Þegar ég er í Los Angeles þá hitti ég einkaþjálfarann minn fjórum sinnum í viku. Mér líður vel eftir æfingarnar og þess vegna er ég að þessu. Ég er ekki stöðugt að hugsa: Oh ég vil vera grindhoruð. Vellíðan er málið fyrir mig," sagði Eva.

Þrátt fyrir að hugsa vel um líkama sínn leyfir Eva sér að borða allt sem hana langar í án þess að fá samviskubit en aðeins þegar hún fer í sumarfrí.

„Þegar ég er í fríi geri ég allt sem ég leyfi mér ekki annars. Ég borða hvað sem er hvenær sem er."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.