Viðskipti erlent

Hamborgarar gáfu vel af sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jim Skinner, forstjóri McDonald's keðjunnar, segir að fyrirtækið hagnist á nútímavæðingu. Mynd/ afp.
Jim Skinner, forstjóri McDonald's keðjunnar, segir að fyrirtækið hagnist á nútímavæðingu. Mynd/ afp.
Hagnaður McDonald's hamborgarakeðjunnar jókst á þriðja ársfjórðungi. Ástæðan er rakin til breytinga á matseðli McDonald´s í Bandaríkjunum og lengri opnunartíma í Evrópu.

Tekjur hamborgarakeðjunnar námu 1,39 milljarða bandaríkjadala á tímabilinu sem er 10% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Sala matsölustöðum McDonald's jókst um 5,3% í Bandaríkjunum, 4,1% í Evrópu og 8,1% í öðrum heimshlutum.

Jim Skinner, forstjóri McDonald's keðjunnar, segir að fyrirtækið haldi áfram að hagnast á nútímavæðingu matsölustaðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×