Sport

Hulda stökk 3,85 metra og komst í úrslitin í stönginni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hulda Þorsteinsdóttir.
Hulda Þorsteinsdóttir.
ÍR-ingurinn Hulda Þorsteinsdóttir komst í úrslit í stangarstökki á HM unglinga 19 ára og yngri sem fer fram í Mancton í Kanada. Hulda stökk 3,85 metra í fyrstu tilraun í undankeppninni og komst með því áfram í úrslitin.

Hulda felldi 3,95 þrisvar sinnum en það hefði verið jöfnun á hennar besta árangri sem er þriðji besti árangur íslenskrar konu í greininni. Hulda hefur sýnt miklar framfarir í stangarstökkinu undir leiðsögn þjálfara síns Þóreyjar Eddu Elísdóttur.

Hulda átti að keppa í gær en vegna mikillar rigningar var keppnin færð yfir á daginn í dag. Úrslitin fara síðan fram á morgun og hefjast klukkan 17.20 að íslenskum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×