Handbolti

Íslenska kvennalandsliðið komst á Evrópumótið í desember

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Hanna Guðrún Stefánsdóttir.
Hanna Guðrún Stefánsdóttir. Fréttablaðið/Stefán
Íslenska kvennalandsliðið hefur náð þeim frábæra árangri að komast á Evrópumótið í Noregi og Danmörku sem fer fram í desember á þessu ári.

Ísland mátti tapa með fjórum mörkum til að komast áfram en tapaði með þremur.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland kemst á lokakeppni EM kvenna.

Austurríkisstelpurnar byrjuðu betur en okkar stelpur jöfnuðu leikinn. Berglind varði alls fjórtán skot í fyrri hálfleik en eftir hann var staðan 12-12.

Seinni hálfleikur var æsispennandi. Ísland var yfir framan af en Austurríki jafnaði og komst svo yfir. Þegar um fimm mínútur voru eftir var staðan 24-23 fyrir Austurríki.

Þær skoruðu svo í næstu sókn og þá varði markmaður Austurríkis.  Berglind varði aftur á móti hinu megin, sitt 22 skot þegar þrjár mínútur voru eftir. Staðan 25-23.

Ísland fór í sókn og missti boltann, Austurríki fór í sókn og skoraði eftir langa sókn. Ein og hálf mínúta eftir og Austurríki þremur mörkum yfir. Spennan var ótrúleg.

Hrafnhildur komst í gott færi í næstu sókn en Austurríska vörnin varði. Ein mínúta eftir og Austurríki fór í sókn. Íslenska vörnin var góð og sókn heimastúlkna ótrúlega róleg. Heimastúlkur tóku þá leikhlé.

Fjörutíu sekúndur voru þá eftir. Austurríska sóknin tók langan tíma í sóknina og skaut í slánna en náði frákastinu. 21 sekúnda var eftir og þær áttu aukakast.

Sóknin tapaði boltanum og Ísland komst áfram. Frábær árangur.

Leikurinn endaði 26-23.

Mörk Íslands:

Hrafnhildur Skúladóttir 8

Hanna G. Stefánsdóttir 4

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3

Rakel Dögg Bragadóttir 2

Karen Knútsdóttir 2

Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1

Stella Sigurðardóttir 1

Ásta Birna Gunnarsdóttir 1

Leikurinn var í beinni útsendingu á heimasíðunni SportTv.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×