Ragnheiður Tryggvadóttir: Nytsemi netheima 6. maí 2010 06:00 Netsamfélagið Facebook getur verið mjög skemmtilegt og til margra hluta nytsamlegt. Þarna hafa löngu gleymdir vinir og kunningjar getað endurnýjað kynnin og skipst á fréttum um það sem á dagana hefur drifið. Fólk eignast líka glænýja vini og finnur jafnvel fjölskyldumeðlimi sem það hefur aldrei hitt. Misjafnt er hversu mikið hver hangir á bókinni og hvaða upplýsingum fólk deilir með umheiminum. Einhverjir nota síðuna eins og dagbók og smella inn reglulega því sem þeir eru að sýsla, hvort sem það eru færslur eins og „hangsast á náttfötunum yfir kaffibolla," eða „gekk á Esjuna í morgun!" Svo eru þeir sem nota hana til að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri og eru stóryrtir um gang þjóðmálanna. Margir freistast til halda úti ákveðinni ímynd með færslum um hvaða hábókmenntir liggja á náttborðinu. Eitt er víst að það sem skrifað er á feisbókina stendur þar fyrir augum gríðarslegs fjölda fólks og þar er hægt að fylgjast náið með lífi margra. Fiskisagan flýgur hratt í netheimum og því vissara að gæta orða sinna þar sem fólk er misjafnlega innrætt eins og gengur og getur notað feisbókina í annarlegum tilgangi. Einhverntíman var til dæmis varað við því að setja fram á feisbókinni að maður yrði að heiman í einhvern tíma. Óprúttnir náungar gætu nýtt sér upplýsingarnar á vafasaman hátt, brotist inn á heimilið í rólegheitunum á meðan og stolið þaðan öllu steini léttara, ótruflaðir. Miðað við fréttir af aukinni tíðni innbrota síðustu misserin er ljóst að það eru margir sem ágirnast eigur annara og nota sér auðvitað nútíma tækni netheima til að leita uppi mannlaus heimili. Eins þykir óráðlegt að setja inn myndir án þess að passa upp á hverjir geti opnað albúmin og skyggnst þannig inn í fjölskyldurlífið. Reyndar eru það ekki bara þeir óprúttnu sem geta nýtt sér gálausar færslur á feisbókinni. Réttvísin nýtir sér líka nútíma tækni netheima til að leita uppi krimmana, eins og frétt hér í blaðinu í gær sýndi. Þá urðu óprúttnir tryggingasvindlarar af hundruðum þúsunda króna á mánuði, sem þeir sviku út úr Tryggingastofnun og þeim sem samviskusamlega greiða sín iðgjöld. Þeim varð það á að glopara upplýsingum um hagi sína á netið sem ekki stóðust svo réttvísin hafði hendur í hári þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun
Netsamfélagið Facebook getur verið mjög skemmtilegt og til margra hluta nytsamlegt. Þarna hafa löngu gleymdir vinir og kunningjar getað endurnýjað kynnin og skipst á fréttum um það sem á dagana hefur drifið. Fólk eignast líka glænýja vini og finnur jafnvel fjölskyldumeðlimi sem það hefur aldrei hitt. Misjafnt er hversu mikið hver hangir á bókinni og hvaða upplýsingum fólk deilir með umheiminum. Einhverjir nota síðuna eins og dagbók og smella inn reglulega því sem þeir eru að sýsla, hvort sem það eru færslur eins og „hangsast á náttfötunum yfir kaffibolla," eða „gekk á Esjuna í morgun!" Svo eru þeir sem nota hana til að koma pólitískum skoðunum sínum á framfæri og eru stóryrtir um gang þjóðmálanna. Margir freistast til halda úti ákveðinni ímynd með færslum um hvaða hábókmenntir liggja á náttborðinu. Eitt er víst að það sem skrifað er á feisbókina stendur þar fyrir augum gríðarslegs fjölda fólks og þar er hægt að fylgjast náið með lífi margra. Fiskisagan flýgur hratt í netheimum og því vissara að gæta orða sinna þar sem fólk er misjafnlega innrætt eins og gengur og getur notað feisbókina í annarlegum tilgangi. Einhverntíman var til dæmis varað við því að setja fram á feisbókinni að maður yrði að heiman í einhvern tíma. Óprúttnir náungar gætu nýtt sér upplýsingarnar á vafasaman hátt, brotist inn á heimilið í rólegheitunum á meðan og stolið þaðan öllu steini léttara, ótruflaðir. Miðað við fréttir af aukinni tíðni innbrota síðustu misserin er ljóst að það eru margir sem ágirnast eigur annara og nota sér auðvitað nútíma tækni netheima til að leita uppi mannlaus heimili. Eins þykir óráðlegt að setja inn myndir án þess að passa upp á hverjir geti opnað albúmin og skyggnst þannig inn í fjölskyldurlífið. Reyndar eru það ekki bara þeir óprúttnu sem geta nýtt sér gálausar færslur á feisbókinni. Réttvísin nýtir sér líka nútíma tækni netheima til að leita uppi krimmana, eins og frétt hér í blaðinu í gær sýndi. Þá urðu óprúttnir tryggingasvindlarar af hundruðum þúsunda króna á mánuði, sem þeir sviku út úr Tryggingastofnun og þeim sem samviskusamlega greiða sín iðgjöld. Þeim varð það á að glopara upplýsingum um hagi sína á netið sem ekki stóðust svo réttvísin hafði hendur í hári þeirra.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun