Sport

Lance Armstrong getur keppt á Tour de France

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Lance Armstrong eftir slysið. Hann var alblóðugur eins og sjá má.
Lance Armstrong eftir slysið. Hann var alblóðugur eins og sjá má. Mynd/AP

Röntgenmyndir sanna að engin bein ertu brotin í olnboga Lance Armstrong, hjólreiðahetju. Strákurinn datt á fleygiferð í Kaliforníu á dögunum.

Armstrong fékk myndarlegan skurð við vinstra augað og hann var blár og marinn eftir slysið. Hann hætti keppni og sá mest eftir því við slysið.

„Það var synd að geta ekki hjálpað liðinu. En ég sá hreinlega ekki nógu vel til að geta haldið áfram og sársaukinn í olnboganum var svo mikill að ég gat ekki haldið almennilega í stýrið," sagði Armstrong.

Óttast var að meiðslin gætu komið í veg fyrir þátttöku Armstrong í Tour de France, en þar sem þau eru óveruleg getur hann keppt á þessu stræsta hjólreiðamóti heims.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×