Persónukjör að fornu og nýju Sverrir Jakobsson skrifar 19. október 2010 06:00 Persónukjör hefur lengi verið hjartans mál tiltekins hluta þjóðarinnar - stundum jafnvel kynnt sem hin tæknilega útfærsla á kosningum sem verði flestra meina bót. Er þá væntanlega gengið út frá þeirri forsendu að íslenskir stjórnmálamenn hafi almennt verið betri og réttsýni fyrir 1959 þegar hlutfallskosningar voru endanlega teknar upp á Íslandi. Fyrir þann tíma var stór hluti þingmanna kjörinn í svokölluðum einmenningskjördæmum þar sem kjósendur gátu kosið á milli einstaklinga. Í raun stóð valið í þessum kjördæmum þó oftast á milli eins stórbónda úr Sjálfstæðisflokknum og annars úr Framsóknarflokknum. Núna geta þeir sem komnir eru á efri ár og ólust upp í dreifbýli endurnýjað kynni sín við þetta form en fyrir stóran hluta þjóðarinnar er hér nýmæli á ferð. Það á nefnilega að kjósa til stjórnlagaþings með persónukjöri. Um 500 manns hafa nú skilað inn framboði og verður kosið á milli þeirra á grundvelli verðleika þeirra sem einstaklinga. Aðferðin sem á að nota er svokölluð forgangsröðunaraðferð (e. single transferable vote). Í henni felst að ef tiltekinn frambjóðandi hlýtur atkvæði umfram tiltekið lágmark (1/26 gildra atkvæða) þá færast þau atkvæði á þá frambjóðendur sem kjósendur þess tiltekna frambjóðanda setja í annað sæti. Það gildir einnig um atkvæði greidd frambjóðanda sem er langt frá því að ná kjöri, að þau falla niður og teljast þá greidd því fólki sem kjósendur hans setja í annað sæti. Þannig eiga kjósendur að geta raðað eftir vægi í 25 sæti en í raun og veru skiptir samt mestu máli hvern maður velur í fyrsta sætið, annað og þriðja sæti skipta allnokkru máli en tæplega atkvæði neðar á listanum. Einungis lítill hluti þeirra 500 sem gefa kost á sér til stjórnlagaþings telst til þjóðkunnra einstaklinga. Nokkrir munu varla fá atkvæði annarra en fámenns hóps persónulegra kunningja. Ef kjósandi velur slíka kunningja í þrjú efstu sætin hjá sér eru miklar líkur á því að atkvæði hans hafi á endanum ekkert vægi. Því er freistandi fyrir kjósanda að setja þjóðkunnan einstakling í fyrsta eða annað sætið til að vera viss um að atkvæði sitt hafi vægi. Nokkrar líkur eru því á því að fáeinir frægir muni þannig sópa að sér atkvæðum en fólk taki síður áhættuna á að veðja á frambjóðendur sem ekki eru þjóðþekktir. Þetta er sú áhætta sem er tekin við persónukjör. Það getur snúist upp í vinsældakosningu eða mælingu á klukkustundum í sjónvarpi sem fólk hefur safnað sér á lífsleiðinni. Það er nefnilega ekki einfalt mál fyrir kjósendur að velja á milli einstaklinga sem þeir þekkja lítið til en virðast meira eða minna berjast fyrir auknu lýðræði og gegn spillingu. Einnig er ljóst að frambjóðendur munu hafa misjöfn tækifæri til að kynna sig. Sumir eiga eflaust ekki í vandræðum með að ráðstafa þeim tveimur milljónum sem alþingi hefur gefið frambjóðendum heimild til að eyða í þessari kosningabaráttu. Aðrir munu ekki hafa efnahagslegt bolmagn eða vilja til að kaupa sér þannig sæti á stjórnlagaþingi. Svo eru það frambjóðendurnir sem flestir kannast við. Meðal þeirra nafna sem kvisast hafa út kannast maður við ansi marga atvinnulausa fjölmiðlamenn, sem ýmist eru á eftirlaunum eða búnir að missa vinnuna í kreppunni. Einstaka háskólamaður virðist ætla að nota rannsóknamisserið sitt í að sitja á stjórnlagaþingi. Svo eru það bloggarar af ýmsu tagi sem gefst núna færi á að komast að því hversu víða frægð þeirra hefur borist. Og forstöðumaður Vinnumálastofnunar. Það verður að viðurkennast að nafn hans á þessum lista vekur vissa forvitni og jafnvel ugg. Það getur ekki verið góður fyrirboði að forstöðumaður þeirrar stofnunar sem sér um málefni atvinnulausra sé núna að leita að sér vinnu, þó að hún sé að vísu aðeins tímabundin. Að öllu gamni slepptu er skipan stjórnlagaþings merk tilraun í íslensku samfélagi og kannski í anda hennar að gera aðra tilraun í leiðinni, með innleiðslu persónukjörs. Ætla má að frammistaða stjórnlagaþingsins muni hafa áhrif á framtíð þessarar kosningaaðferðar í framtíðinni. Ef það heppnast vel mun þeim eflaust fjölga sem trú hafa á persónukjöri. Annars gæti hið gagnstæða orðið raunin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Persónukjör hefur lengi verið hjartans mál tiltekins hluta þjóðarinnar - stundum jafnvel kynnt sem hin tæknilega útfærsla á kosningum sem verði flestra meina bót. Er þá væntanlega gengið út frá þeirri forsendu að íslenskir stjórnmálamenn hafi almennt verið betri og réttsýni fyrir 1959 þegar hlutfallskosningar voru endanlega teknar upp á Íslandi. Fyrir þann tíma var stór hluti þingmanna kjörinn í svokölluðum einmenningskjördæmum þar sem kjósendur gátu kosið á milli einstaklinga. Í raun stóð valið í þessum kjördæmum þó oftast á milli eins stórbónda úr Sjálfstæðisflokknum og annars úr Framsóknarflokknum. Núna geta þeir sem komnir eru á efri ár og ólust upp í dreifbýli endurnýjað kynni sín við þetta form en fyrir stóran hluta þjóðarinnar er hér nýmæli á ferð. Það á nefnilega að kjósa til stjórnlagaþings með persónukjöri. Um 500 manns hafa nú skilað inn framboði og verður kosið á milli þeirra á grundvelli verðleika þeirra sem einstaklinga. Aðferðin sem á að nota er svokölluð forgangsröðunaraðferð (e. single transferable vote). Í henni felst að ef tiltekinn frambjóðandi hlýtur atkvæði umfram tiltekið lágmark (1/26 gildra atkvæða) þá færast þau atkvæði á þá frambjóðendur sem kjósendur þess tiltekna frambjóðanda setja í annað sæti. Það gildir einnig um atkvæði greidd frambjóðanda sem er langt frá því að ná kjöri, að þau falla niður og teljast þá greidd því fólki sem kjósendur hans setja í annað sæti. Þannig eiga kjósendur að geta raðað eftir vægi í 25 sæti en í raun og veru skiptir samt mestu máli hvern maður velur í fyrsta sætið, annað og þriðja sæti skipta allnokkru máli en tæplega atkvæði neðar á listanum. Einungis lítill hluti þeirra 500 sem gefa kost á sér til stjórnlagaþings telst til þjóðkunnra einstaklinga. Nokkrir munu varla fá atkvæði annarra en fámenns hóps persónulegra kunningja. Ef kjósandi velur slíka kunningja í þrjú efstu sætin hjá sér eru miklar líkur á því að atkvæði hans hafi á endanum ekkert vægi. Því er freistandi fyrir kjósanda að setja þjóðkunnan einstakling í fyrsta eða annað sætið til að vera viss um að atkvæði sitt hafi vægi. Nokkrar líkur eru því á því að fáeinir frægir muni þannig sópa að sér atkvæðum en fólk taki síður áhættuna á að veðja á frambjóðendur sem ekki eru þjóðþekktir. Þetta er sú áhætta sem er tekin við persónukjör. Það getur snúist upp í vinsældakosningu eða mælingu á klukkustundum í sjónvarpi sem fólk hefur safnað sér á lífsleiðinni. Það er nefnilega ekki einfalt mál fyrir kjósendur að velja á milli einstaklinga sem þeir þekkja lítið til en virðast meira eða minna berjast fyrir auknu lýðræði og gegn spillingu. Einnig er ljóst að frambjóðendur munu hafa misjöfn tækifæri til að kynna sig. Sumir eiga eflaust ekki í vandræðum með að ráðstafa þeim tveimur milljónum sem alþingi hefur gefið frambjóðendum heimild til að eyða í þessari kosningabaráttu. Aðrir munu ekki hafa efnahagslegt bolmagn eða vilja til að kaupa sér þannig sæti á stjórnlagaþingi. Svo eru það frambjóðendurnir sem flestir kannast við. Meðal þeirra nafna sem kvisast hafa út kannast maður við ansi marga atvinnulausa fjölmiðlamenn, sem ýmist eru á eftirlaunum eða búnir að missa vinnuna í kreppunni. Einstaka háskólamaður virðist ætla að nota rannsóknamisserið sitt í að sitja á stjórnlagaþingi. Svo eru það bloggarar af ýmsu tagi sem gefst núna færi á að komast að því hversu víða frægð þeirra hefur borist. Og forstöðumaður Vinnumálastofnunar. Það verður að viðurkennast að nafn hans á þessum lista vekur vissa forvitni og jafnvel ugg. Það getur ekki verið góður fyrirboði að forstöðumaður þeirrar stofnunar sem sér um málefni atvinnulausra sé núna að leita að sér vinnu, þó að hún sé að vísu aðeins tímabundin. Að öllu gamni slepptu er skipan stjórnlagaþings merk tilraun í íslensku samfélagi og kannski í anda hennar að gera aðra tilraun í leiðinni, með innleiðslu persónukjörs. Ætla má að frammistaða stjórnlagaþingsins muni hafa áhrif á framtíð þessarar kosningaaðferðar í framtíðinni. Ef það heppnast vel mun þeim eflaust fjölga sem trú hafa á persónukjöri. Annars gæti hið gagnstæða orðið raunin.