Lífið

Erfitt að fara frá börnunum

Jennifer Lopez. MYND/Cover Media.
Jennifer Lopez. MYND/Cover Media.

Jennifer Lopez, 41 árs, finnst hræðilegt að þurfa að fara frá börnunum sínum í vinnuna.

Jennifer á tveggja ára tvíburana Max og Emme með eiginmanni sínum, Marc Anthony.

Eitt ár er síðan Jennifer ákvað að fara að vinna aftur en henni finnst mjög erfitt að fara frá börnunum.

„Mér finnst alveg rosalega erfitt að skilja þau eftir þegar ég fer í vinnuna á morgnana. Það kvelur mig," sagði Jennifer.

„Ég hugsa alltaf ætli þau sakni mín? Vita þau ekki örugglega hvað ég elska þau mikið og að ég hugsa stöðugt um þau?"


Tengdar fréttir

Jennifer Lopez tekur við dómarasætinu í Idol

Allt stefnir í að leik- og söngkonan Jennifer Lopez taki við dómarasætinu af Ellen DeGeneres í sjónvarpsþáttunum vinsælu American Idol. Leik- og söngkonan Jennifer Lopez hefur verið í samningaviðræðum við sjónvarpsstöðina Fox um að taka við dómarasætinu af Ellen DeGeneres í sjónvarpsþáttunum vinsælu American Idol.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.