Körfubolti

Guðjón Skúlason: Kláruðum þá mjög fljótlega

Elvar Geir Magnússon í Keflavík skrifar
Guðjón Skúlason. Mynd/Vilhelm
Guðjón Skúlason. Mynd/Vilhelm
„Vörnin var rosalega sterk og þeir áttu engin svör gegn henni," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur , eftir 29 stiga sigurinn á Tindastóli í kvöld. Keflvíkingar eru því komnir í undanúrslitin.

„Við rúlluðum á mörgum mönnum og keyrðum á Isom sem var að valda okkur vandræðum. Við kláruðum þá mjög fljótlega. Þeir áttu engin svör. Við getum rúllað á miklu fleiri mönnum án þess að veikja liðið í raun mikið."

Miðað við leikinn í kvöld er himinn og haf milli þessara tveggja liða. Hvað fór úrskeiðis hjá Keflavík í öðrum leiknum þar sem Tindastóll jafnaði einvígið? „Við vorum að gera mörg klaufamistök. Við vorum full kærulausir. Menn héldu að Tindastóll myndi ekki klára leikinn en þeir spiluðu vel fyrir norðan. Við klikkuðum í þeim leik en leiðréttum það í dag," sagði Guðjón.

Guðjóni lýst vel á að mæta Njarðvík í undanúrslitunum. „Þeir eru með flott lið og þetta verður alvöru Suðurnesjaslagur. Þetta verður bara stuð. Nú er allt að fara að gerast," sagði Guðjón.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×