Lífið

Á rúlluskautum á diskókvöldi

Margeir og Jón Atli á fleygiferð á rúlluskautunum.
Margeir og Jón Atli á fleygiferð á rúlluskautunum.

„Ég datt aldrei á hausinn en ég var ansi oft mjög nálægt því," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson sem hélt sitt fyrsta diskókvöld í fimm ár á skemmtistaðnum Austur á annan í jólum.

Hann og Jón Atli Helgason, sem skipulagði viðburðinn með honum, tóku á móti gestum á rúlluskautum í stuttbuxum og hlýrabolum við mjög góðar undirtektir viðstaddra.

„Við vorum búnir að plana með smá fyrirvara að gera þetta. Svo fékk ég bara skautana í gær [í fyrradag] og þetta var í fyrsta skipti sem ég hef stigið í skauta á ævinni. Það var ákveðin skemmtun fólgin í því að sjá mig spreyta mig á þeim," segir Margeir og hlær.

„Þetta var mun erfiðara en ég bjóst við en þetta var skemmtilegt. Maður á víst alltaf að skauta ljósahringinn sem diskó­kúlan gerir. Við náðum því alveg og öðrum trixum líka, þar á meðal „high five" þegar við fórum fram hjá hvor öðrum."

Diskókvöldið gekk vel, húsið var troðfullt og stemningin góð. Urður Hákonardóttir, fyrrum söngkona Gus Gus, steig óvænt upp á svið og söng diskóslagarann Don"t Leave Me This Way.

„Hún er algjör diskó­díva og leysti þetta með miklum glæsibrag," segir Margeir.

Aðspurður hvort annað diskókvöld verði haldið að ári segir hann:

„Það verður að koma í ljós, þetta var alla vega eitt „kombakk" en það er aldrei að vita."

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.