Körfubolti

Friðrik Ragnarsson farinn að þjálfa aftur hjá Njarðvík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Friðrik Ragnarsson.
Friðrik Ragnarsson. Mynd/Valli

Friðrik Ragnarsson hefur tekið að sér þjálfun hjá Njarðvíkingum til þess að leysa skyndilegt brotthvarf Örvars Þórs Kristjánssonar. Þetta verður í fyrsta sinn í sex ár sem Friðrik þjálfar á sínum heimaslóðum. Örvar tók við meistaraflokki Fjölnis af Tómasi Holton en Njarðvíkingar hafa fengið tvo reynslubolta til þess að leysa hann af hjá sínum yngri flokkum.

„Örvar þjálfaði 8. og 9.flokk drengja ásamt því að stýra unglingaflokki karla en þær breytingar verða nú að Einar Árni Jóhannsson tekur við unglingaflokknum, sem reyndar er skipaður drengjunum sem hann þjálfar í drengjaflokki auk Hilmars Hafsteinssonar sem er sá eini á unglingaflokksaldri," segir í frétt á heimasíðu Njarðvíkur.

Njarðvíkingar óska Örvari einnig góðs gengis á nýjum vettvangi í Grafarvoginum.

„Við óskum Örvari að sjálfsögðu til hamingju með nýja starfið og jafnframt góðs gengis og vonumst til þess að fá hann heim fyrr en síðar. Örvar hefur verið frábær félagsmaður og komið að starfinu á svo margan hátt, þjálfandi hina ýmsu aldurshópa, verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks og þeir sem þekkja kauða vita sem er að það fetar ekki hver sem er í hans fótspor," segir í frétt á heimasíðu Njarðvíkur

Friðrik hefur reyndar séð um styrktarþjálfun hjá ungum leikmönnum Njarðvíkur í vetur en hann mun stjórn 8. flokki í fyrsta sinn um helgina í fjölliðamóti í Kennaraháskólanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×