Lífið

Fékk styrk til Feneyjafarar

katrín ólafsdóttir Nýkomin heim frá Feneyjum þar sem stuttmyndin Líf og dauði Henry Darger var frumsýnd. fréttablaðið/anton
katrín ólafsdóttir Nýkomin heim frá Feneyjum þar sem stuttmyndin Líf og dauði Henry Darger var frumsýnd. fréttablaðið/anton

„Þetta var frábært,,“ segir framleiðandinn Katrín Ólafsdóttir nýkomin heim frá kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem stuttmynd hennar, Líf og dauði Henry Darger, var frumsýnd. Um tíma leit út fyrir að Katrín kæmist ekki út til að kynna myndina eins og Fréttablaðið greindi frá.

En eftir að greinin birtist var haft samband við Katrínu og henni bent á að sækja um menningarstyrk hjá Félagi kvikmyndagerðarmanna. Það gerði hún og hlaut styrkinn.

„Þetta skiptir svo miklu máli því við ætlum að gera annað verkefni núna og það var rosalega gott að geta kynnt það. Fólk var mjög spennt fyrir því,“ segir Katrín.

Hún segir myndina hafa fengið góðar viðtökur áhorfenda. „Aðrir kvikmyndagerðarmenn voru að skoða myndina og vilja líklega koma til Íslands til að taka upp.“

Leikstjóri stuttmyndarinnar er Frakkinn Bertrand Mandico. Saman ætla þau að gera eina stuttmynd á ári næstu tuttugu árin þar sem fjallað verður um umhverfismál á Reykjanesinu.

Fyrsta myndin verður tekin upp í lok mánaðarins og verður leikkonan Elina Löwenshon í aðalhlutverki. Hún hefur leikið töluvert fyrir óháða bandaríska leikstjórann Hal Hartley og komið fram í myndum á borð við Schindler"s List og Basquait.

„Hún er mjög vel gefin og mjög vel að sér í kvikmyndasögunni. Það er gaman að vinna með henni,“ segir Katrín. Löwenshon hefur verið búsett töluvert á Íslandi því fyrrverandi maðurinn hennar er franskur myndlistarmaður sem hefur unnið hér á landi. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.