Handbolti

Einar: Við spilum fast en Valsararnir eru grófir

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Einar Jónsson, þjálfari Fram.

„Skilaboðin eru auðvitað alltaf að spila fast og taka vel á því en það er munur á því að spila fast og að spila hart. Kannski er leyft aðeins meira þegar að út í úrslitakeppnina er komið en ég vill meina að við spilum fast en Valsararnir eru grófir. En þær eru íslandsmeistarar á því og það er glæsilegt fyrir þær," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir að Valsarar tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í framlengingu.

Einar sagði þrátt fyrir vonbrigðin þá geti sitt lið brosað og margar af stelpunum séu gríðarlega efnilegar í hans liði.

„Bikarmeistaratitillinn stendur auðvitað upp úr eftir veturinn og liðið er að þroskast og þróast. Það eru einstaklingar að taka miklum framförum en eiga samt nóg inni og það er mikið af ungum leikmönnum sem eiga eftir að verða heimsklassa leikmenn í framtíðinni," sagði Einar Jónsson að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×