Íslenski boltinn

Laufey: Hefðum getað skorað fleiri mörk

Stefán Pálsson skrifar
Laufey Björnsdóttir í baráttu við Rakel Hönnudóttur í kvöld.
Laufey Björnsdóttir í baráttu við Rakel Hönnudóttur í kvöld. Mynd/Valli
„Það er alltaf gott að ná í þrjú stig. Í fyrri hálfleik vorum við mun betri aðilinn í leiknum og áttum að vera búnar að skora fleiri mörk. Síðan dettum við allt of langt til baka í síðari hálfleik sem var alls ekki planið en einhvern veginn gerðist það bara, en við náðum samt sem áður að knýja fram sigur," sagði Laufey Björnsdóttir, fyrirliði Fylkis, ánægð eftir 2-1 sigur á Þór/KA á Árbæjarvellinum í kvöld.

Fylkir hefur nú unnið tvo leiki í röð og eru komnar í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig. „Þessi sigur gefur okkur mikið sjálfstraust og sýnir það að við getum alveg unnið öll liðin í deildinni. Við stefnum alltaf á það að vinna alla leiki og höfum sett okkur það markmið að enda í eitt af efstu fjórum sætunum í lok sumars. Liðið er að sýna mikla baráttu í öllum leikjum og það er að skila okkur þessum stigum og góðum árangri," sagði Laufey.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×