Körfubolti

Arnar Freyr aftur heim í Keflavík

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr Jónsson.
Arnar Freyr Jónsson. Mynd/Anton
Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Grindvíkinga undanfarin tvö tímabil, hefur ákveðið að snúa heima til Keflavíkur. Arnar Freyr skrifaði undir tveggja ára samning við Keflavík í gær en þetta kemur fram á heimasíðu Keflvíkinga.

Arnar Freyr lék með Keflavíkurliðinu frá 2000 til 2008 og varð á þeim tíma fjórum sinnum Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari með liðinu.

Arnar Freyr varð í 3. sæti í stoðsendingum í Iceland Express deild karla í vetur með 7,0 að meðaltali þrátt fyrir að spila bara 24,0 mínútur í leik en auk þess var hann með 5,4 stig í leik.

Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrirliði Keflavíkurliðsins, framlengdi einnig sinn samning um tvö ár en hann hefur spilað allan sinn feril með Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×