Nýskipan stjórnarráðsins Þorsteinn Pálsson skrifar 14. ágúst 2010 08:00 Á undanförnum áratugum hafa flestar ríkisstjórnir rætt breytingar á stjórnarráðinu. Við stjórnarmyndanir hefur ekki unnist tími til lagabreytinga af því tagi. Þegar komið hefur fram á kjörtímabilið hefur ekki verið unnt að hrófla við umsömdum valdahlutföllum. Skipulag stjórnarráðsins er því að mestu óbreytt frá því stjórnarráðslögin voru sett fyrir fjörutíu árum. Þá voru ráðherrarnir sjö en eru tólf nú. Ástæðan fyrir fjölguninni er ekki flóknari eða meiri viðfangsefni. Fjölgunin hefur fyrst og fremst orðið vegna þess að úthlutun ráðherrastóla er auðveldasta leiðin fyrir flokksformenn að kaupa sér stuðning í þingflokkum. Allir stjórnmálaflokkar hafa þurft að lúta þessu lögmáli. Núverandi ríkisstjórn fór af stað með tólf ráðherra en lofaði að fækka þeim í níu. Forsætisráðherra hefur kynnt frumvarp þar að lútandi. Um það er djúpstæður ágreiningur í ríkisstjórninni. Hann snýst ekki um skipulag stjórnarráðsins heldur innbyrðis valdahlutföll, einkanlega í VG. Vinstri armur VG hefur opinberlega lýst því að andstaða hans snúist fyrst og fremst um að verja völd sín í þeim tilgangi að vinna gegn þeirri ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður vinstri arm VG í þessari tvíþættu baráttu. Af þessu má ráða að málefnaleg sjónarmið um sjálft skipulag stjórnarráðsins víkja þegar flokkarnir taka afstöðu til málsins eins og oft áður. Með öllu er því óvíst hversu langt stjórnin kemst með málið. Moðsuða er líklegasta niðurstaðan. Þörf á róttækum breytingumFrumvarp forsætisráðherra er of metnaðarlítið. Tvenns konar ástæður mæla með mun róttækari breytingum. Annars vegar er skipulagið úrelt og hins vegar er þörf á einföldun og hagræðingu í æðstu stjórn ríkisins um leið og stjórnkerfið allt er skorið niður og endurskipulagt vegna efnahagsþrenginganna.Forsætisráðherra getur fækkað ráðherrum án þess að breyta lögum. Ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu stjórnarflokkarnir sammælst um slíka breytingu og þyrftu ekki að bíða lagabreytinga.Leiðtogarnir leggja hins vegar ekki í breytingar með þeim hætti. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hann myndi valda óróa í stuðningsliðinu. Fyrir er það ekki heilt í stuðningi við stjórnina og því ólíklegt að frekari áhætta verði tekin. Stjórnin þolir einfaldlega illa meiri ýfingar í eigin röðum.Málefnaleg rök standa til að fækka ráðherrum í sjö og ráðuneytum að sama skapi. Sá fjöldi er í nokkru samræmi við stærð samfélagsins. Það myndi líka gera ríkisstjórnina sem heild að raunverulegu áhrifavaldi á nýjan leik.Þverstæðan er sú að fjölgun ráðherra hefur þjappað saman pólitísku valdi í stjórnarráðinu. Eftir að ráðherrum var fjölgað í tólf hefur það í raun og veru safnast saman á hendur tveggja eða í mesta lagi fjögurra ráðherra.Þannig hafa að minnsta kosti átta ráðherrar í síðustu ríkisstjórnum verið nær því að vera embættismenn eða blaðafulltrúar. Sumir þeirra hafa vissulega unnið ágætis verk sem slíkir. Um leið hafa þeir á hinn bóginn verið lýsandi dæmi um úr sér vaxið skipulag.Þó að þessi staða sýnist hafa styrkt leiðtoga ríkisstjórnarflokka hefur hún í reynd veikt stjórnarfarið. Önnur nálgun Vel má hugsa sér að nálgast þetta viðfangsefni með öðrum hætti en ríkisstjórnin áformar. Til þess þarf öflugan stjórnarmeirihluta. Hann er á hinn bóginn ekki í sjónmáli á Alþingi. Bollaleggingar í þá veru kunna því að vera tilgangsrýrar.Rök hníga til þess að gera breytingar á stjórnarskránni til að styrkja stöðu minnihlutans á Alþingi í þeim tilgangi að gera eftirlits- og aðhaldshlutverk hans virkara. Að sama skapi er eðlilegt að handhafar framkvæmdarvaldsins hafi frjálsari hendur en nú er til að ákveða skipulag stjórnarráðsins án of þröngra lagafyrirmæla þó að ákveðin festa í þeim efnum sé nauðsynleg. Þetta mætti gera með því að takmarka fjölda ráðherra í stjórnarskrá. Þannig mætti ákveða að þeir skyldu ekki vera færri en fjórir og ekki fleiri en sjö. Forsætisráðherra fengi síðan innan ákveðinna marka heimildir til að ákveða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu þeirra með stjórnvaldsákvörðun.Aðlögun að slíkri nýskipan mætti hefja strax með einhliða ákvörðun forsætisráðherra um fækkun ráðherra í sjö. Tímabundið myndu þá fimm ráðherrar gegna tveimur ráðuneytum eins og áður var. Breytingar af þessu tagi eru líklegar til að styrkja ríkisstjórnina og gera hana í heild hæfari til að fara með það pólitíska forystuhlutverk sem henni er ætlað.Eins og sakir standa endurspeglar veik ríkisstjórn veikt Alþingi. Breytingaáformin svífa í pólitísku þyngdarleysi eins og flest annað. Tilraun forsætisráðherra miðar í rétta átt. Gallinn er sá að hún gengur of skammt og er að auki líkleg til að lenda í útideyfu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Á undanförnum áratugum hafa flestar ríkisstjórnir rætt breytingar á stjórnarráðinu. Við stjórnarmyndanir hefur ekki unnist tími til lagabreytinga af því tagi. Þegar komið hefur fram á kjörtímabilið hefur ekki verið unnt að hrófla við umsömdum valdahlutföllum. Skipulag stjórnarráðsins er því að mestu óbreytt frá því stjórnarráðslögin voru sett fyrir fjörutíu árum. Þá voru ráðherrarnir sjö en eru tólf nú. Ástæðan fyrir fjölguninni er ekki flóknari eða meiri viðfangsefni. Fjölgunin hefur fyrst og fremst orðið vegna þess að úthlutun ráðherrastóla er auðveldasta leiðin fyrir flokksformenn að kaupa sér stuðning í þingflokkum. Allir stjórnmálaflokkar hafa þurft að lúta þessu lögmáli. Núverandi ríkisstjórn fór af stað með tólf ráðherra en lofaði að fækka þeim í níu. Forsætisráðherra hefur kynnt frumvarp þar að lútandi. Um það er djúpstæður ágreiningur í ríkisstjórninni. Hann snýst ekki um skipulag stjórnarráðsins heldur innbyrðis valdahlutföll, einkanlega í VG. Vinstri armur VG hefur opinberlega lýst því að andstaða hans snúist fyrst og fremst um að verja völd sín í þeim tilgangi að vinna gegn þeirri ákvörðun Alþingis að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðisflokkurinn styður vinstri arm VG í þessari tvíþættu baráttu. Af þessu má ráða að málefnaleg sjónarmið um sjálft skipulag stjórnarráðsins víkja þegar flokkarnir taka afstöðu til málsins eins og oft áður. Með öllu er því óvíst hversu langt stjórnin kemst með málið. Moðsuða er líklegasta niðurstaðan. Þörf á róttækum breytingumFrumvarp forsætisráðherra er of metnaðarlítið. Tvenns konar ástæður mæla með mun róttækari breytingum. Annars vegar er skipulagið úrelt og hins vegar er þörf á einföldun og hagræðingu í æðstu stjórn ríkisins um leið og stjórnkerfið allt er skorið niður og endurskipulagt vegna efnahagsþrenginganna.Forsætisráðherra getur fækkað ráðherrum án þess að breyta lögum. Ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi gætu stjórnarflokkarnir sammælst um slíka breytingu og þyrftu ekki að bíða lagabreytinga.Leiðtogarnir leggja hins vegar ekki í breytingar með þeim hætti. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hann myndi valda óróa í stuðningsliðinu. Fyrir er það ekki heilt í stuðningi við stjórnina og því ólíklegt að frekari áhætta verði tekin. Stjórnin þolir einfaldlega illa meiri ýfingar í eigin röðum.Málefnaleg rök standa til að fækka ráðherrum í sjö og ráðuneytum að sama skapi. Sá fjöldi er í nokkru samræmi við stærð samfélagsins. Það myndi líka gera ríkisstjórnina sem heild að raunverulegu áhrifavaldi á nýjan leik.Þverstæðan er sú að fjölgun ráðherra hefur þjappað saman pólitísku valdi í stjórnarráðinu. Eftir að ráðherrum var fjölgað í tólf hefur það í raun og veru safnast saman á hendur tveggja eða í mesta lagi fjögurra ráðherra.Þannig hafa að minnsta kosti átta ráðherrar í síðustu ríkisstjórnum verið nær því að vera embættismenn eða blaðafulltrúar. Sumir þeirra hafa vissulega unnið ágætis verk sem slíkir. Um leið hafa þeir á hinn bóginn verið lýsandi dæmi um úr sér vaxið skipulag.Þó að þessi staða sýnist hafa styrkt leiðtoga ríkisstjórnarflokka hefur hún í reynd veikt stjórnarfarið. Önnur nálgun Vel má hugsa sér að nálgast þetta viðfangsefni með öðrum hætti en ríkisstjórnin áformar. Til þess þarf öflugan stjórnarmeirihluta. Hann er á hinn bóginn ekki í sjónmáli á Alþingi. Bollaleggingar í þá veru kunna því að vera tilgangsrýrar.Rök hníga til þess að gera breytingar á stjórnarskránni til að styrkja stöðu minnihlutans á Alþingi í þeim tilgangi að gera eftirlits- og aðhaldshlutverk hans virkara. Að sama skapi er eðlilegt að handhafar framkvæmdarvaldsins hafi frjálsari hendur en nú er til að ákveða skipulag stjórnarráðsins án of þröngra lagafyrirmæla þó að ákveðin festa í þeim efnum sé nauðsynleg. Þetta mætti gera með því að takmarka fjölda ráðherra í stjórnarskrá. Þannig mætti ákveða að þeir skyldu ekki vera færri en fjórir og ekki fleiri en sjö. Forsætisráðherra fengi síðan innan ákveðinna marka heimildir til að ákveða fjölda ráðuneyta og verkaskiptingu þeirra með stjórnvaldsákvörðun.Aðlögun að slíkri nýskipan mætti hefja strax með einhliða ákvörðun forsætisráðherra um fækkun ráðherra í sjö. Tímabundið myndu þá fimm ráðherrar gegna tveimur ráðuneytum eins og áður var. Breytingar af þessu tagi eru líklegar til að styrkja ríkisstjórnina og gera hana í heild hæfari til að fara með það pólitíska forystuhlutverk sem henni er ætlað.Eins og sakir standa endurspeglar veik ríkisstjórn veikt Alþingi. Breytingaáformin svífa í pólitísku þyngdarleysi eins og flest annað. Tilraun forsætisráðherra miðar í rétta átt. Gallinn er sá að hún gengur of skammt og er að auki líkleg til að lenda í útideyfu.