Lífið

Amma vill Rihönnu

Amma Eminem telur að Rihanna yrði gott kvonfang fyrir barnabarn sitt. 
nordicphotos/getty
Amma Eminem telur að Rihanna yrði gott kvonfang fyrir barnabarn sitt. nordicphotos/getty
Rapparinn Eminem gaf nýverið út lag ásamt söngkonunni Rihönnu sem hefur heldur betur slegið í gegn vestan hafs. Amma Eminem viðurkenndi í nýlegu viðtali að henni þætti gaman að sjá barnabarn sitt og Rihönnu saman. „Ég skil vel hvað stúlkurnar sjá við hann. Hann er afskaplega sjarmerandi og er með þessi fallegu, bláu augu og hlýlegt bros. Rihanna væri fullkomin fyrir Marshall, en hann þarf tíma til að njóta lífsins núna og á ekki að festa sig í sambandi að svo stöddu,“ sagði amman.

Lagið Love the Way You Lie hefur verið mikið í umræðunni undanfarið því textinn fjallar um heimilisofbeldi og finnst sumum það taka helst til vægt á málinu. Rihanna hefur þó svarað gagnrýnisröddum og sagt textann ná að fanga raunveruleikann vel. Hún hætti sem kunnugt er með Chris Brown í ársbyrjun eftir að hann veittist að henni eftir rifrildi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.