Stalín eða stjórnarskráin? Sverrir Jakobsson skrifar 5. október 2010 06:00 Fyrir viku síðan samþykkti Alþingi í fyrsta sinn í sögu Íslands að kæra einn af fyrrverandi ráðamönnum þjóðarinnar fyrir landsdómi. Jafnframt var felld tillaga um að ákæra þrjá aðra ráðamenn fyrir svipaðar eða sömu sakir. Tilefni ákæranna er einnig einsdæmi í Íslandssögunni, en ákærurnar snúa að aðgerðum og aðgerðaleysi í aðdraganda efnahagshrunsins haustið 2008. Ekki var við því að búast að ákvörðun Alþingis yrði óumdeild en þó koma sum stóryrði sem hafa verið látin falla í fjölmiðlum hennar vegna nokkuð á óvart. Einkum í ljósi þess að ákæran á sér nokkurn aðdraganda og skipun nefndar til að kanna grundvöll slíkrar ákæru vakti ekki jafn ofsafengin viðbrögð. Heyrst hefur af hálfu stjórnarandstæðinga og gífuryrtra blaðamanna að ákærur sem þessar séu „pólitískar" og eigi sér enga hliðstæðu nema í „fyrrum austantjaldsríkjum". Ástæða er til að gera athugasemdir við þá rökleysu og fáheyrðu sögulegu hliðstæðu sem hér er dregin upp. Í fyrsta lagi þá er það rökleysa að gefa í skyn að það sé misnotkun á lögum um landsdóm að gefa út ákærur á pólítískum grundvelli því að það kemur skýrt fram í þeim að tilgangur landsdóms sé að dæma í málum sem Alþingi „ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra". Þessum lögum hefur margoft verið breytt á undanförnum árum en aldrei hefur það verið niðurstaða þingmeirihlutans að þau væru úrelt. Ekki hefur heldur komið til umræðu að fella ákvæði um landsdóm úr 14. grein stjórnarskrárinnar. Núgildandi lög um landsdóm voru samþykkt 1963 og voru breyting á eldri lögum frá 1905. Það lagafrumvarp var ekki samið af Jósef Stalín heldur af Ólafi Jóhannessyni að beiðni þáverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktssonar. Í greinargerð með því lagafrumvarpi er hnykkt á nauðsyn slíks dómstóls og það talið „ofmælt, að í þingstjórnarlöndum sé ákvæðum um refsiábyrgð ráðherra og um sérstakan ráðherradóm algerlega ofaukið. Það getur orðið þörf á slíkum úrræðum, þegar sérstaklega stendur á. … Samkvæmt stjórnarskránni á og þarf landsdómur að vera til." Ástæða er til að benda fyrrverandi ráðherrum og blaðamönnum Morgunblaðsins á að lesa þá greinargerð í heild sinni. Eftir þann lestur er erfitt að halda því fram að ákærur fyrir landsdómi séu eitthvað annað en eðlilegur valkostur í lýðræðisríki. Sú var enda niðurstaða Dana þegar Erik Ninn-Hansen fyrrverandi dómsmálaráðherra var leiddur fyrir landsdóm árið 1995 og sakfelldur. Á hinn bóginn er ljóst að ákærur fyrir landsdómi verða aldrei daglegt brauð eða hluti af hversdagslegri pólitískri baráttu. Hótanir forystumanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að misbeita slíkum ákærum í hefndarskyni vegna niðurstöðu Alþingis 28. september s.l. eru af þeim sökum sérlega óviðeigandi og grafa undan andanna laganna um landsdóm. Ákærur af þessu tagi verða aldrei annað en neyðarúrræði við óvenjuleg pólitísk skilyrði. Vel má færa rök að því að hrunið 2008 gefi tilefni til slíkra ákæra, enda var það niðurstaða Alþingis þegar skipuð var nefnd allra flokka til að rannsaka það. Tilgangur slíkra rannsóknarnefnda getur aldrei verið að hvítþvo stjórnmálamenn af því aðhaldi sem fylgir ráðherraábyrgð og það hefði verið óvænt og umdeild niðurstaða ef nefndin hefði ekki beitt sér fyrir neinum ákærum. Annað mál er svo hvort sú niðurstaða Alþingis standist gagnrýna skoðun, að kæra aðeins einn af fjórum fyrrverandi ráðherrum fyrir landsdómi en ekki hina þrjá sem voru bornir svipuðum sakargiftum. Sú niðurstaða endurspeglar að ýmsu leyti hinn pólítíska veruleika. Eitt af því sem hefur dregið úr líkum á ákærum fyrir landsdómi á Íslandi er að fyrningafrestur mála er skammur og afar sjaldgæft að stjórnarskipti verði með þeim hætti að skipt sé um alla flokka í ríkisstjórn. Á Íslandi gerðist það seinast árið 1971. Svo var einnig eftir hrunið, að annar stjórnarflokkurinn sat áfram í ríkisstjórn og átti aðild að þingmeirihluta. Það bar því vott um mikinn pólitískan kjark af hálfu Samfylkingarinnar að láta þingnefnd rannsaka ráðherra úr eigin flokki. Sá kjarkur brást hins vegar þegar á hólminn var komið. Að lokum var einungis Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra ákærður og sætir því að ýmsu leyti ábyrgð fyrir hönd allrar ríkisstjórnarinnar sem hann leiddi. Núna er það landsdóms að komast að niðurstöðu. Málið er komið úr höndum stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Sverrir Jakobsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Fyrir viku síðan samþykkti Alþingi í fyrsta sinn í sögu Íslands að kæra einn af fyrrverandi ráðamönnum þjóðarinnar fyrir landsdómi. Jafnframt var felld tillaga um að ákæra þrjá aðra ráðamenn fyrir svipaðar eða sömu sakir. Tilefni ákæranna er einnig einsdæmi í Íslandssögunni, en ákærurnar snúa að aðgerðum og aðgerðaleysi í aðdraganda efnahagshrunsins haustið 2008. Ekki var við því að búast að ákvörðun Alþingis yrði óumdeild en þó koma sum stóryrði sem hafa verið látin falla í fjölmiðlum hennar vegna nokkuð á óvart. Einkum í ljósi þess að ákæran á sér nokkurn aðdraganda og skipun nefndar til að kanna grundvöll slíkrar ákæru vakti ekki jafn ofsafengin viðbrögð. Heyrst hefur af hálfu stjórnarandstæðinga og gífuryrtra blaðamanna að ákærur sem þessar séu „pólitískar" og eigi sér enga hliðstæðu nema í „fyrrum austantjaldsríkjum". Ástæða er til að gera athugasemdir við þá rökleysu og fáheyrðu sögulegu hliðstæðu sem hér er dregin upp. Í fyrsta lagi þá er það rökleysa að gefa í skyn að það sé misnotkun á lögum um landsdóm að gefa út ákærur á pólítískum grundvelli því að það kemur skýrt fram í þeim að tilgangur landsdóms sé að dæma í málum sem Alþingi „ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra". Þessum lögum hefur margoft verið breytt á undanförnum árum en aldrei hefur það verið niðurstaða þingmeirihlutans að þau væru úrelt. Ekki hefur heldur komið til umræðu að fella ákvæði um landsdóm úr 14. grein stjórnarskrárinnar. Núgildandi lög um landsdóm voru samþykkt 1963 og voru breyting á eldri lögum frá 1905. Það lagafrumvarp var ekki samið af Jósef Stalín heldur af Ólafi Jóhannessyni að beiðni þáverandi dómsmálaráðherra, Bjarna Benediktssonar. Í greinargerð með því lagafrumvarpi er hnykkt á nauðsyn slíks dómstóls og það talið „ofmælt, að í þingstjórnarlöndum sé ákvæðum um refsiábyrgð ráðherra og um sérstakan ráðherradóm algerlega ofaukið. Það getur orðið þörf á slíkum úrræðum, þegar sérstaklega stendur á. … Samkvæmt stjórnarskránni á og þarf landsdómur að vera til." Ástæða er til að benda fyrrverandi ráðherrum og blaðamönnum Morgunblaðsins á að lesa þá greinargerð í heild sinni. Eftir þann lestur er erfitt að halda því fram að ákærur fyrir landsdómi séu eitthvað annað en eðlilegur valkostur í lýðræðisríki. Sú var enda niðurstaða Dana þegar Erik Ninn-Hansen fyrrverandi dómsmálaráðherra var leiddur fyrir landsdóm árið 1995 og sakfelldur. Á hinn bóginn er ljóst að ákærur fyrir landsdómi verða aldrei daglegt brauð eða hluti af hversdagslegri pólitískri baráttu. Hótanir forystumanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um að misbeita slíkum ákærum í hefndarskyni vegna niðurstöðu Alþingis 28. september s.l. eru af þeim sökum sérlega óviðeigandi og grafa undan andanna laganna um landsdóm. Ákærur af þessu tagi verða aldrei annað en neyðarúrræði við óvenjuleg pólitísk skilyrði. Vel má færa rök að því að hrunið 2008 gefi tilefni til slíkra ákæra, enda var það niðurstaða Alþingis þegar skipuð var nefnd allra flokka til að rannsaka það. Tilgangur slíkra rannsóknarnefnda getur aldrei verið að hvítþvo stjórnmálamenn af því aðhaldi sem fylgir ráðherraábyrgð og það hefði verið óvænt og umdeild niðurstaða ef nefndin hefði ekki beitt sér fyrir neinum ákærum. Annað mál er svo hvort sú niðurstaða Alþingis standist gagnrýna skoðun, að kæra aðeins einn af fjórum fyrrverandi ráðherrum fyrir landsdómi en ekki hina þrjá sem voru bornir svipuðum sakargiftum. Sú niðurstaða endurspeglar að ýmsu leyti hinn pólítíska veruleika. Eitt af því sem hefur dregið úr líkum á ákærum fyrir landsdómi á Íslandi er að fyrningafrestur mála er skammur og afar sjaldgæft að stjórnarskipti verði með þeim hætti að skipt sé um alla flokka í ríkisstjórn. Á Íslandi gerðist það seinast árið 1971. Svo var einnig eftir hrunið, að annar stjórnarflokkurinn sat áfram í ríkisstjórn og átti aðild að þingmeirihluta. Það bar því vott um mikinn pólitískan kjark af hálfu Samfylkingarinnar að láta þingnefnd rannsaka ráðherra úr eigin flokki. Sá kjarkur brást hins vegar þegar á hólminn var komið. Að lokum var einungis Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra ákærður og sætir því að ýmsu leyti ábyrgð fyrir hönd allrar ríkisstjórnarinnar sem hann leiddi. Núna er það landsdóms að komast að niðurstöðu. Málið er komið úr höndum stjórnmálamanna.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun