Spænsk jól: Roscon de Reyes 1. janúar 2010 00:01 Á degi konunganna er borðað sérstakt brauð, kallað Roscon de Rayes eða Kóngakrans. Á Spáni eru jólin haldin dálítið öðruvísi en á Íslandi. Fjölskyldur koma saman á jóladag og borða mikið og drekka góð vín m.a. marispan og kampavín. Gjafir eru hins vegar ekki gefnar fyrr en 6. janúar en þá halda Spánverjar hina eiginlegu jólahátíð. Það er dagur konunganna og fara þrír fagurlega búnir konungar/vitringar á vögnum um borgir og bæi og strá sælgæti til mannfjöldans. Spánverjar rökstyðja þessi hátíðarhöld með því að vitringarnir sem þeir kalla hina vitru konunga, hafi ekki komið að jötu Jesúbarnsins fyrr en 6. janúar, eða á 13. degi jóla. Þá hafi þeir fært gjafir, svo sem gull, reykelsi og myrru. Dagur konunganna Á degi konunganna er borðað sérstakt brauð, kallað Roscon de Rayes eða Kóngakrans. Áður fyrr var það bakað á öllum heimilum en nú fæst það keypt í verslunum og þá með "gull" kórónu í miðju kransins sem síðan fer á höfuð þess sem verður konungur/drottning dagsins. Í brauðdegið er settur hringur og stór baun sem heitir HABA og er græn að lit. Sá sem hreppir hringinn verður konungur/drottning en sá sem fær baunina á að borga brauðið. Eftirfarandi eru 2 uppskriftir af Kóngakransi. Roscon de Reyes. Roscon de Reyes. 1 kg. ristaðar og hakkaðar möndlur 125 gr sykur 6 egg Smá sletta af Visky eða Koniaki ef vill Þeyta eggin og blanda sykri og hökkuðum möndlum saman við hræra stöðugt þar til massinn þykknar næginlega til að hægt sé að forma hring á bökunarplötu úr deiginu. Munið að setja einhverja gjöf í deigið. (plasthring eða annað) Kransinn skreyttur með kokteilberjum og möndlum , eða hverju því sem fólki þettur í hug. Bakað í 150C heitum ofni í 30 mínútur eða þar til kransinn er þurr. Roscon de Reyes. (Gerbrauð) 250 gr hveiti 80 gr sykur 1 egg 1/2 glas volg mjólk 20 gr pressuger eða samsvarandi þurrger Rifinn börkur af sítrónu og appelsínu eftir smekk Ekki gleyma að setja gjöfina í kransinn. Gerið leyst upp í mjólkinni og blandað saman við þurrefnin og eggin. Hnoðað vel, kransinn formaður á bökunarplötu og látin hefa sig. Á að ná tvöfaldri stærð. Penslaður með þeyttu eggi og skreyttur með t.d. sykruðum appelsínusneiðum, kokteil berjum og möndlum. Bakaður við 170C í 15 mínútur. Þess má geta að báðar uppskriftirnar eru ætlaðar fyrir 4 persónur, og inniheldur gerkransinn 278 kaloríur, en hinn er heldur kaloríuríkari. Gaman er líka að hafa kórónu í miðju hringsins eftir bökun, t.d. svona bréf kórónu eins og notaðar eru á Gamlárskvöld. Báðir þessir kransar eru mjög góðir, sjálf baka ég gerkransinn þar sem möndlusælgæti er borðað öll jólin. Turron, eða möndlusælgjæti er borðað á Spáni eins og smákökur á Íslandi. Það er steypt og pakkað eins og súkkulaði plötur og fæst ýmist sem hreinn möndlumassi eða með ýmisskonar ávöxtum eða líkjörum. Ómissandi tegund af Turron er í köku formi, og kennd við borgina Alicante. Í því eru heilar möndlur pressaðar saman með karamellu og er bæði botn og toppur kökunnar obláta. Brauð Jól Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Á Spáni eru jólin haldin dálítið öðruvísi en á Íslandi. Fjölskyldur koma saman á jóladag og borða mikið og drekka góð vín m.a. marispan og kampavín. Gjafir eru hins vegar ekki gefnar fyrr en 6. janúar en þá halda Spánverjar hina eiginlegu jólahátíð. Það er dagur konunganna og fara þrír fagurlega búnir konungar/vitringar á vögnum um borgir og bæi og strá sælgæti til mannfjöldans. Spánverjar rökstyðja þessi hátíðarhöld með því að vitringarnir sem þeir kalla hina vitru konunga, hafi ekki komið að jötu Jesúbarnsins fyrr en 6. janúar, eða á 13. degi jóla. Þá hafi þeir fært gjafir, svo sem gull, reykelsi og myrru. Dagur konunganna Á degi konunganna er borðað sérstakt brauð, kallað Roscon de Rayes eða Kóngakrans. Áður fyrr var það bakað á öllum heimilum en nú fæst það keypt í verslunum og þá með "gull" kórónu í miðju kransins sem síðan fer á höfuð þess sem verður konungur/drottning dagsins. Í brauðdegið er settur hringur og stór baun sem heitir HABA og er græn að lit. Sá sem hreppir hringinn verður konungur/drottning en sá sem fær baunina á að borga brauðið. Eftirfarandi eru 2 uppskriftir af Kóngakransi. Roscon de Reyes. Roscon de Reyes. 1 kg. ristaðar og hakkaðar möndlur 125 gr sykur 6 egg Smá sletta af Visky eða Koniaki ef vill Þeyta eggin og blanda sykri og hökkuðum möndlum saman við hræra stöðugt þar til massinn þykknar næginlega til að hægt sé að forma hring á bökunarplötu úr deiginu. Munið að setja einhverja gjöf í deigið. (plasthring eða annað) Kransinn skreyttur með kokteilberjum og möndlum , eða hverju því sem fólki þettur í hug. Bakað í 150C heitum ofni í 30 mínútur eða þar til kransinn er þurr. Roscon de Reyes. (Gerbrauð) 250 gr hveiti 80 gr sykur 1 egg 1/2 glas volg mjólk 20 gr pressuger eða samsvarandi þurrger Rifinn börkur af sítrónu og appelsínu eftir smekk Ekki gleyma að setja gjöfina í kransinn. Gerið leyst upp í mjólkinni og blandað saman við þurrefnin og eggin. Hnoðað vel, kransinn formaður á bökunarplötu og látin hefa sig. Á að ná tvöfaldri stærð. Penslaður með þeyttu eggi og skreyttur með t.d. sykruðum appelsínusneiðum, kokteil berjum og möndlum. Bakaður við 170C í 15 mínútur. Þess má geta að báðar uppskriftirnar eru ætlaðar fyrir 4 persónur, og inniheldur gerkransinn 278 kaloríur, en hinn er heldur kaloríuríkari. Gaman er líka að hafa kórónu í miðju hringsins eftir bökun, t.d. svona bréf kórónu eins og notaðar eru á Gamlárskvöld. Báðir þessir kransar eru mjög góðir, sjálf baka ég gerkransinn þar sem möndlusælgæti er borðað öll jólin. Turron, eða möndlusælgjæti er borðað á Spáni eins og smákökur á Íslandi. Það er steypt og pakkað eins og súkkulaði plötur og fæst ýmist sem hreinn möndlumassi eða með ýmisskonar ávöxtum eða líkjörum. Ómissandi tegund af Turron er í köku formi, og kennd við borgina Alicante. Í því eru heilar möndlur pressaðar saman með karamellu og er bæði botn og toppur kökunnar obláta.
Brauð Jól Jólamatur Kökur og tertur Uppskriftir Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira