Tuttugu ára afmælishátíð 21. ágúst 2010 08:00 Helgi Már og Kristján Helgi stjórna útvarpsþættinum Party Zone sem hefur verið starfræktur í tuttugu ár. mynd/atli már hafsteinsson Útvarpsþátturinn Party Zone heldur upp á tuttugu ára afmælið sitt á Nasa 4. september með mikilli hátíð. Fjölmargir troða upp, þar á meðal Gus Gus. Útvarpsþátturinn Party Zone heldur tuttugu ára afmælishátíð á Nasa laugardagskvöldið 4. september. Á meðal þeirra sem troða upp verða Gus Gus, Human Woman, Casanova, Rythmdoctor og félagarnir Margeir og Árni E. „Það er mjög fyndið að við sem höfum haldið að við værum ungi hlutinn af tónlistarsenunni séum núna orðnir tuttugu ára,“ segir Helgi Már, annar af stjórnendum Party Zone. „Við þurftum í upphafi að berjast fyrir tilvist þessarar senu en hún er núna komin til að vera,“ segir hann og bætir við um afmælishátíðina: „Það verður mjög gaman að fá þessa listamenn til að koma við og taka þátt.“ „Dansþáttur þjóðarinnar“, Party Zone, hóf göngu sína á framhaldsskólaútvarpstöðinni Útrás haustið 1990 undir stjórn Helga Más og Kristjáns Helga. Úr varð fjögurra tíma útvarpsþáttur á laugardagskvöldum. Fljótlega fóru að mæta í heimsókn plötusnúðar eins og Maggi Lego, Ýmir og Grétar G sem vildu ólmir fá að spila nýjustu vínyl-plöturnar sem þeir keyptu í ferðum sínum til London. Smám saman varð Party Zone ákveðin miðstöð danstónlistarsenunnar og hefur verið það allar götur síðan. Partý verður haldið á undan hátíðinni á efri hæð Nasa þar sem öllum verður boðið sem hafa komið fram í þættinum eða unnið með þeim Helga og Kristjáni í gegnum tíðina og verður gestalistinn væntanlega af lengri gerðinni. Party Zone hefur fært Íslendingum mörg stærstu nöfn danstónlistarinnar. Nægir að nefna Masters At Work, Booka Shade, Basement Jaxx, Timo Maas, Sasha, Carl Cox, Trentemöller og Carl Craig. Ekki má gleyma öllum reifunum, Eldborg og UXA 95. Þátturinn átti góð ár á útvarpsstöðvunum Sólinni, Aðalstöðinni, X-inu, Mono og svo á Rás 2, þar sem hann er núna í loftinu. Miðaverð á afmælishátíðina er 2.500 krónur og fer forsala fram á Midi.is. Upphitun verður fyrir hátíðina í Party Zone á Rás 2 og á síðunni Pz.is þar sem þekktir plötusnúðar munu setja inn uppáhaldslögin sín í tilefni dagsins. freyr@frettabladid.is Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Útvarpsþátturinn Party Zone heldur upp á tuttugu ára afmælið sitt á Nasa 4. september með mikilli hátíð. Fjölmargir troða upp, þar á meðal Gus Gus. Útvarpsþátturinn Party Zone heldur tuttugu ára afmælishátíð á Nasa laugardagskvöldið 4. september. Á meðal þeirra sem troða upp verða Gus Gus, Human Woman, Casanova, Rythmdoctor og félagarnir Margeir og Árni E. „Það er mjög fyndið að við sem höfum haldið að við værum ungi hlutinn af tónlistarsenunni séum núna orðnir tuttugu ára,“ segir Helgi Már, annar af stjórnendum Party Zone. „Við þurftum í upphafi að berjast fyrir tilvist þessarar senu en hún er núna komin til að vera,“ segir hann og bætir við um afmælishátíðina: „Það verður mjög gaman að fá þessa listamenn til að koma við og taka þátt.“ „Dansþáttur þjóðarinnar“, Party Zone, hóf göngu sína á framhaldsskólaútvarpstöðinni Útrás haustið 1990 undir stjórn Helga Más og Kristjáns Helga. Úr varð fjögurra tíma útvarpsþáttur á laugardagskvöldum. Fljótlega fóru að mæta í heimsókn plötusnúðar eins og Maggi Lego, Ýmir og Grétar G sem vildu ólmir fá að spila nýjustu vínyl-plöturnar sem þeir keyptu í ferðum sínum til London. Smám saman varð Party Zone ákveðin miðstöð danstónlistarsenunnar og hefur verið það allar götur síðan. Partý verður haldið á undan hátíðinni á efri hæð Nasa þar sem öllum verður boðið sem hafa komið fram í þættinum eða unnið með þeim Helga og Kristjáni í gegnum tíðina og verður gestalistinn væntanlega af lengri gerðinni. Party Zone hefur fært Íslendingum mörg stærstu nöfn danstónlistarinnar. Nægir að nefna Masters At Work, Booka Shade, Basement Jaxx, Timo Maas, Sasha, Carl Cox, Trentemöller og Carl Craig. Ekki má gleyma öllum reifunum, Eldborg og UXA 95. Þátturinn átti góð ár á útvarpsstöðvunum Sólinni, Aðalstöðinni, X-inu, Mono og svo á Rás 2, þar sem hann er núna í loftinu. Miðaverð á afmælishátíðina er 2.500 krónur og fer forsala fram á Midi.is. Upphitun verður fyrir hátíðina í Party Zone á Rás 2 og á síðunni Pz.is þar sem þekktir plötusnúðar munu setja inn uppáhaldslögin sín í tilefni dagsins. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“