Viðskipti erlent

Bandaríkjastjórn höfðar skaðabótamál gegn BP

Bandaríkjastjórn hefur höfðað skaðabótamál á hendur olíurisanum BP og átta öðrum fyrirtækjum vegna olíulekans á Mexíkóflóa fyrr á árinu.

Mikil sprenging varð í olíuborpalli BP og á eftir fylgdi versta mengunar- og umhverfisslys í sögu Bandaríkjanna.

Í frétt um málið á BBC er haft eftir Eric Holder dómsmálaráðherra Bandaríkjanna að að í ákærunni komi fram að vanræksla og brot á öryggisreglum hafi valdið slysinu um borð í olíuborpallinum.

Bandarísk stjórnvöld vilja að BP og hin fyrirtækin átta greiði kostnaðinn við hreinsunarstarfið og annan skaða sem olíulekinn olli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×