Sígandi lukka Schumachers 12. apríl 2010 10:57 Michael Schumacher telur að Mercedes liðið sé á réttri leið. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hjá Mercedes vann á Sjanghæ brautinni í Kína, síðast þegar hann keppti þar árið 2006. Nú mætir hann þremur árum síðar, en er aðeins í tíunda sæti í stigamótinu, eftir heldur brösótt gengi vegna tæknilegra vandamála í tvígang. Framvængur brotnaði í árekstri í upphafi í Ástralíu og afturfjöðrun bílaði í bíl Schumachers í Malasíu. "Það er mikill stuðningur við Mercedes Benz í Kína og það er því spennandi mót framundan í Sjanghæ um næstu helgi. Ég er viss um að áhorfendur verða ekki fyrir vonbrigðum", segir Schumacher um næstu keppni. "Við vorum á réttu róli í Malasíu og kannski vex okkur ásmeginn í Sjanghæ. Mig hlakkar til mótsins og nýt þess að keppa á ný. Mér hefur ekki gengið vel í síðustu tveimur mótum, en veit afhverju. Ég veit um hvað Formúlu 1 snýst og tel að allt sé á réttri leið. Maður getur bara bætt sig skref fyrir skref og ég er sannfærður um að það er að gerast", sagði Schumacher. Það má til sanns vegar færa því Nico Rosberg félagi Schumachers náði öðru sæti í síðustu keppni á Mercedes. "Það var frábært að komast á verðlaunapall með liðinu í Malasíu og ég hlakka til að ná góðum árangri í Kína um næstu helgi", sagði Rosberg. Hann telur að kaldara verði í veðri en í síðustu þremur mótum á brautinni í Sjanghæ, sem býður að hans mati upp á framúrakstur á tveimur beinum köflum brautarinnar. Þá segir hann háhraðabeygjur brautarinnar skemmtilegar viðfangs. Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes vann á Sjanghæ brautinni í Kína, síðast þegar hann keppti þar árið 2006. Nú mætir hann þremur árum síðar, en er aðeins í tíunda sæti í stigamótinu, eftir heldur brösótt gengi vegna tæknilegra vandamála í tvígang. Framvængur brotnaði í árekstri í upphafi í Ástralíu og afturfjöðrun bílaði í bíl Schumachers í Malasíu. "Það er mikill stuðningur við Mercedes Benz í Kína og það er því spennandi mót framundan í Sjanghæ um næstu helgi. Ég er viss um að áhorfendur verða ekki fyrir vonbrigðum", segir Schumacher um næstu keppni. "Við vorum á réttu róli í Malasíu og kannski vex okkur ásmeginn í Sjanghæ. Mig hlakkar til mótsins og nýt þess að keppa á ný. Mér hefur ekki gengið vel í síðustu tveimur mótum, en veit afhverju. Ég veit um hvað Formúlu 1 snýst og tel að allt sé á réttri leið. Maður getur bara bætt sig skref fyrir skref og ég er sannfærður um að það er að gerast", sagði Schumacher. Það má til sanns vegar færa því Nico Rosberg félagi Schumachers náði öðru sæti í síðustu keppni á Mercedes. "Það var frábært að komast á verðlaunapall með liðinu í Malasíu og ég hlakka til að ná góðum árangri í Kína um næstu helgi", sagði Rosberg. Hann telur að kaldara verði í veðri en í síðustu þremur mótum á brautinni í Sjanghæ, sem býður að hans mati upp á framúrakstur á tveimur beinum köflum brautarinnar. Þá segir hann háhraðabeygjur brautarinnar skemmtilegar viðfangs.
Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira