Læmingi í flæmingi Brynhildur Björnsdóttir. skrifar 27. ágúst 2010 10:00 Ég trúi á Guð, samkvæmt skilningi mínum á honum, ég trúi á Jesú Krist og þá siðfræði sem honum er eignuð en ég hef enga trú á heilagri, almennri kirkju.Ég var trúað barn, sótti barnamessur á þeim (greinilega kristilega) tíma ellefu á sunnudagsmorgnum með vinkonum mínum og hafði eitt árið meira að segja þá virðingarstöðu með höndum að afhenda hinum krökkunum Biblíumyndir þegar þeir gengu inn í kirkjuna. Eftir messu voru stundum sýndar teiknimyndir en það voru ekki þær sem heilluðu heldur söngurinn, þulurnar og kærleiksboðskapurinn.Veturinn sem ég fermdist breyttist allt. Vissulega má kenna almennri unglingsárafýlu og þvermóðsku um að hluta en það gerðist líka að ég fór að spyrja meira og svörin sem ég fékk voru í besta falli ófullnægjandi og teygðu sig upp í ókurteisi og niðurtal.Ég hef því stundum talað um að ég hafi verið affermd og tók við fermingargjöfunum og veislugestum með þrúgandi samviskubiti syndarans.Hékk samt áfram í þjóðkirkjunni með því að hugsa sem minnst um það en sagði mig úr henni áratugum síðar og valdi annan söfnuð þar sem mér fannst jafnvægið milli guðs og manna ásættanlegra.Við þurfum enga þjóðkirkju. Rauði krossinn sinnir félagslegri skyldu kirkjunnar og sálfræðingar sálgæslu án þess að halda þurfi úti höllum og köllum og Köllum og höklum handa starfsmönnunum. Kirkjan er á fjárlögum en þær athafnir sem hún hefur eignað sér þarf samt að greiða fyrir þannig að þeir sem kjósa að láta nafngiftir, hjónavígslur, fermingar eða jarðsöng fara fram undir merkjum hennar þurfa hvort sem er að borga fyrir það sérstaklega.Hroki kirkjunnar þjóna hefur verið slíkur að mannanna lög hafa verið fyrir neðan þeirra virðingu. Þó að þeir finni fyrir andúð frá launagreiðendum sínum fara þeir alltaf undan í flæmingi og geta aldrei svarað spurningum beint og aldrei skammast sín fyrr en of seint, fyrr en skömm þeirra er orðin svo stór að ekki er siðferðislega og samfélagslega hægt annað en að gefa yfirlýsingu og biðjast afsökunar.Ýmsir hafa orðið til þess að fara fram á aðskilnað ríkis og kirkju undanfarin ár og áratugi en ekki haft erindi sem erfiði. Það er blessun þeirra að nú stefnir þjóðkirkjan fyrir björg knúin eigin vélarafli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Ég trúi á Guð, samkvæmt skilningi mínum á honum, ég trúi á Jesú Krist og þá siðfræði sem honum er eignuð en ég hef enga trú á heilagri, almennri kirkju.Ég var trúað barn, sótti barnamessur á þeim (greinilega kristilega) tíma ellefu á sunnudagsmorgnum með vinkonum mínum og hafði eitt árið meira að segja þá virðingarstöðu með höndum að afhenda hinum krökkunum Biblíumyndir þegar þeir gengu inn í kirkjuna. Eftir messu voru stundum sýndar teiknimyndir en það voru ekki þær sem heilluðu heldur söngurinn, þulurnar og kærleiksboðskapurinn.Veturinn sem ég fermdist breyttist allt. Vissulega má kenna almennri unglingsárafýlu og þvermóðsku um að hluta en það gerðist líka að ég fór að spyrja meira og svörin sem ég fékk voru í besta falli ófullnægjandi og teygðu sig upp í ókurteisi og niðurtal.Ég hef því stundum talað um að ég hafi verið affermd og tók við fermingargjöfunum og veislugestum með þrúgandi samviskubiti syndarans.Hékk samt áfram í þjóðkirkjunni með því að hugsa sem minnst um það en sagði mig úr henni áratugum síðar og valdi annan söfnuð þar sem mér fannst jafnvægið milli guðs og manna ásættanlegra.Við þurfum enga þjóðkirkju. Rauði krossinn sinnir félagslegri skyldu kirkjunnar og sálfræðingar sálgæslu án þess að halda þurfi úti höllum og köllum og Köllum og höklum handa starfsmönnunum. Kirkjan er á fjárlögum en þær athafnir sem hún hefur eignað sér þarf samt að greiða fyrir þannig að þeir sem kjósa að láta nafngiftir, hjónavígslur, fermingar eða jarðsöng fara fram undir merkjum hennar þurfa hvort sem er að borga fyrir það sérstaklega.Hroki kirkjunnar þjóna hefur verið slíkur að mannanna lög hafa verið fyrir neðan þeirra virðingu. Þó að þeir finni fyrir andúð frá launagreiðendum sínum fara þeir alltaf undan í flæmingi og geta aldrei svarað spurningum beint og aldrei skammast sín fyrr en of seint, fyrr en skömm þeirra er orðin svo stór að ekki er siðferðislega og samfélagslega hægt annað en að gefa yfirlýsingu og biðjast afsökunar.Ýmsir hafa orðið til þess að fara fram á aðskilnað ríkis og kirkju undanfarin ár og áratugi en ekki haft erindi sem erfiði. Það er blessun þeirra að nú stefnir þjóðkirkjan fyrir björg knúin eigin vélarafli.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun