Körfubolti

Brynjar Þór: Köstuðum þessu frá okkur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brynjar á ferðinni í kvöld.
Brynjar á ferðinni í kvöld. Mynd/Vilhelm

„Ég veit ekki almennilega hvað gerðist hjá okkur í síðari hálfleik en þá fóru Keflvíkingar að hitta svakalega vel," sagði KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson eftir tapið gegn Keflavík í kvöld þar sem KR var tekið í bólinu í síðari hálfleik.

„Við komum allt of værurkærir í síðari hálfleikinn en þetta getur víst gerst eins og hvað annað. Við fengum færi undir lokin en það fór ekkert niður. Dómararnir áttu svo slæman dóm þegar það munaði aðeins fjórum stigum á liðunum. Svali Björgvinsson staðfesti það við mig að það hefði verið rangur dómur og við áttum að halda boltanum. Mér fannst dómararnir okkur erfiðir eins og í síðustu leikjum," sagði Brynjar sem vildi þó ekki kenna dómurunum alfarið um tapið.

„Við köstuðum þessu frá okkur sjálfir. Það er líka erfitt að tapa."

Fram undan hjá KR er ferð í Stykkishólm þar sem liðið þarf að sigra Snæfell til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn.

„Það verður úrslitaleikur fyrir bæði lið og það er ekkert skemmtilegra en að spila úrslitaleiki. Mér finnst gaman að spila í Hólminum og það verður bara gaman að fara þangað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×