Lífið

Styrktartónleikar Ljóssins

systkini Páll Óskar Hjálmtýsson og Diddú stíga á svið á styrktartónleikunum. fréttablaðið/rósa
systkini Páll Óskar Hjálmtýsson og Diddú stíga á svið á styrktartónleikunum. fréttablaðið/rósa

Páll Óskar og Diddú, Raggi Bjarna, Lay Low, Magni og Hera Björk eru á meðal þeirra sem koma fram á styrktartónleikum fyrir Ljósið 22. september í Háskólabíói. Tilefnið er fimm ára afmæli félagsins, sem var stofnað af hópi fólks sem vildi efla endurhæfingu fyrir þá sem greinast með krabbamein.

„Við köllum þetta hátíðarafmælistónleika. Það hefur verið margt að gerast á þessu ári, nú síðast átakið Á allra vörum. Okkur langaði að halda eina hátíð í lokin," segir Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður Ljóssins. „Þarna verða ofboðslega flottir listamenn sem gefa vinnuna sína og það verður rosalega mikið lagt í þessa tónleika."

Aðrir listamenn sem koma fram eru Stefán Hilmarsson, Hvanndalsbræður, Karlakórinn Fóstbræður, Soffía og Guðrún Árný Karlsdætur og Guðbjörg Magnúsdóttir. Kynnir verður útvarpsmaðurinn Freyr Eyjólfsson.

Ljósið er til húsa að Langholtvegi 43 en þar hefur tekist að skapa einstakt andrúmsloft með áherslu á heimilislega stemningu. Framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina er forsenda þess að Ljósið geti haldið áfram að blómstra og veita fjölbreytta þjónustu. Allur ágóði af tónleikunum rennur í húsakaupasjóð félagsins. Erna hvetur fólk til að mæta á tónleikana og styrkja gott málefni. Miðar fást á Langholtsvegi 43 eða í gegnum

Ljosid.is. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×