Eitthvað sem við vissum ekki Ragna Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2010 07:00 Andlit Ljósmyndari: Jónatan Grétarsson. Höfundur ljóða: Guðmundur Andri Thorsson. Umbrot: Ámundi.Út er komin bókin Andlit með ljósmyndum eftir Jónatan Grétarsson, ljóðum eftir Guðmund Andra Thorsson og um hönnun sér Ámundi, en óhætt er að segja að bókin sé sameiginlegt sköpunarverk þeirra þriggja.Andlit geymir fjölda mynda af mörgum helstu listamönnum landsins úr öllum listgreinum. Myndirnar eru flestar svarthvítar eða á brúntónaskala, en inn á milli er brotið upp með litríkum myndum af leikurum í hlutverki, stundum ófrýnilegum. Að því að mér telst til eru 24 ljóð eftir Guðmund Andra í bókinni. Þar er aftur varpað upp mynd, í orðum. Hönnun Ámunda setur síðan myndirnar fram án kynningar, myndir fylla út í síður og andlit fylla út í myndir. Aftast eru handhægar opnur þar sem á fljótlegan máta er hægt að glöggva sig á hver er hver. Á þennan hátt hefur ljósmyndin yfirhöndina, en á móti kemur að það er dálítið ergilegt þegar maður kemur viðkomandi ekki fyrir sig og þarf að kíkja aftast til að átta sig.Portrettljósmyndir eiga sér langa og mikla hefð. Svarthvít portrett ekki síst, og portrett af eldri, rúnum ristum listamönnum eru þar ekki ný af nálinni. Nefna má frægar ljósmyndir eins þekktasta portrettljósmyndara sögunnar, Yousuf Karsh, sem m.a. myndaði Ernest Hemingway og Albert Einstein. Á níunda áratugnum gerði Jim Smart flottar myndir af íslenskum listamönnum, einnig svarthvítar. En Jónatan er ekki að reyna að finna upp hjólið eða vera frumlegur, heldur gengur meðvitað inn í þessa hefð og vinnur með möguleikana sem hún býður upp á.Það tekst bara býsna vel. Þegar fljótt er á litið er helsta hætta bókarinnar þó sú að aðferðin og lýsingin beri myndirnar kannski svolítið ofurliði. Dramað í nálguninni er þó nokkuð og við fyrstu sýn virðist ímynd listamannsins birtast á nær klisjukenndan hátt: listamaðurinn sem eldri karlmaður og lífsreyndur, rúnum ristur eftir átök sköpunarinnar.En bíðum við. Vissulega eru karlmenn hér í meirihluta og myndheimurinn er allur svolítið dimmur og drungalegur, en hér eru líka margir á unga aldri. Konurnar meira að segja þó nokkrar og einnig bæði ungar og gamlar. Þegar nánar er að gáð birtist síðan á nokkuð óvæntan hátt persóna listamannanna, en Jónatan nær á mörgum mynda sinna að fanga eitthvað sem alla jafna er hulið. Hann fangar einhvern kjarna, eitthvað í fikti handanna, stellingunni, munnsvip eða augnaráði og afhjúpar viðfangsefni sitt á óvæntan hátt, alltaf af virðingu. Það er vel gert.Og ekki síst er það framlag Guðmundar Andra sem grípur lesandann. Andri fangar persónur með glæsibrag, af þeim léttleika og hlýju sem honum einum er lagið. Ljóð hans um föður sinn Thor segir meira en þúsund myndir. Ekki bara um Thor, heldur líka um skáldskapinn, lífið og listina að lifa og vera. Ljóð Guðmundar Andra ljá bókinni aðra vídd, opna myndheiminn, segja okkur eitthvað meira, eitthvað sem við vissum ekki.Hnotskurn: Ljósmyndir og ljóð draga upp óvæntar og heillandi svipmyndir af þekktum listamönnum og persónum í samfélaginu. Forvitnileg bók sem maður sækir í aftur og aftur. Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Andlit Ljósmyndari: Jónatan Grétarsson. Höfundur ljóða: Guðmundur Andri Thorsson. Umbrot: Ámundi.Út er komin bókin Andlit með ljósmyndum eftir Jónatan Grétarsson, ljóðum eftir Guðmund Andra Thorsson og um hönnun sér Ámundi, en óhætt er að segja að bókin sé sameiginlegt sköpunarverk þeirra þriggja.Andlit geymir fjölda mynda af mörgum helstu listamönnum landsins úr öllum listgreinum. Myndirnar eru flestar svarthvítar eða á brúntónaskala, en inn á milli er brotið upp með litríkum myndum af leikurum í hlutverki, stundum ófrýnilegum. Að því að mér telst til eru 24 ljóð eftir Guðmund Andra í bókinni. Þar er aftur varpað upp mynd, í orðum. Hönnun Ámunda setur síðan myndirnar fram án kynningar, myndir fylla út í síður og andlit fylla út í myndir. Aftast eru handhægar opnur þar sem á fljótlegan máta er hægt að glöggva sig á hver er hver. Á þennan hátt hefur ljósmyndin yfirhöndina, en á móti kemur að það er dálítið ergilegt þegar maður kemur viðkomandi ekki fyrir sig og þarf að kíkja aftast til að átta sig.Portrettljósmyndir eiga sér langa og mikla hefð. Svarthvít portrett ekki síst, og portrett af eldri, rúnum ristum listamönnum eru þar ekki ný af nálinni. Nefna má frægar ljósmyndir eins þekktasta portrettljósmyndara sögunnar, Yousuf Karsh, sem m.a. myndaði Ernest Hemingway og Albert Einstein. Á níunda áratugnum gerði Jim Smart flottar myndir af íslenskum listamönnum, einnig svarthvítar. En Jónatan er ekki að reyna að finna upp hjólið eða vera frumlegur, heldur gengur meðvitað inn í þessa hefð og vinnur með möguleikana sem hún býður upp á.Það tekst bara býsna vel. Þegar fljótt er á litið er helsta hætta bókarinnar þó sú að aðferðin og lýsingin beri myndirnar kannski svolítið ofurliði. Dramað í nálguninni er þó nokkuð og við fyrstu sýn virðist ímynd listamannsins birtast á nær klisjukenndan hátt: listamaðurinn sem eldri karlmaður og lífsreyndur, rúnum ristur eftir átök sköpunarinnar.En bíðum við. Vissulega eru karlmenn hér í meirihluta og myndheimurinn er allur svolítið dimmur og drungalegur, en hér eru líka margir á unga aldri. Konurnar meira að segja þó nokkrar og einnig bæði ungar og gamlar. Þegar nánar er að gáð birtist síðan á nokkuð óvæntan hátt persóna listamannanna, en Jónatan nær á mörgum mynda sinna að fanga eitthvað sem alla jafna er hulið. Hann fangar einhvern kjarna, eitthvað í fikti handanna, stellingunni, munnsvip eða augnaráði og afhjúpar viðfangsefni sitt á óvæntan hátt, alltaf af virðingu. Það er vel gert.Og ekki síst er það framlag Guðmundar Andra sem grípur lesandann. Andri fangar persónur með glæsibrag, af þeim léttleika og hlýju sem honum einum er lagið. Ljóð hans um föður sinn Thor segir meira en þúsund myndir. Ekki bara um Thor, heldur líka um skáldskapinn, lífið og listina að lifa og vera. Ljóð Guðmundar Andra ljá bókinni aðra vídd, opna myndheiminn, segja okkur eitthvað meira, eitthvað sem við vissum ekki.Hnotskurn: Ljósmyndir og ljóð draga upp óvæntar og heillandi svipmyndir af þekktum listamönnum og persónum í samfélaginu. Forvitnileg bók sem maður sækir í aftur og aftur.
Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira