Ólafur Stefánsson er Íþróttamaður ársins annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2010 18:45 Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 af Samtökum Íþróttafréttamanna en Ólafur tók við viðurkenningu sinni við viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann hefur alls fengið þennan heiður fjórum sinnum á frábærum ferli sínum. Ólafur fékk alveg eins og í fyrra fullt hús í kjörinu og var með 193 fleiri atkvæði í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen sem varð í öðru sæti. Þóra Björg Helgadóttir kom síðan í þriðja sæti með 23 færri atkvæði en Eiður Smári. Þrjár konur voru meðal fimm hæstu í kjörinu og er þetta aðeins í þriðja skiptið (líka 2000 og 2004) þar sem konur eru í meirihluta meðal fimm efstu í kjörinu. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real með frábærum hætti á árinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Ólafur hafði leikið með Ciudad-liðinu frá árinu 2002 og vann alls sextán stóra titla með félaginu. Ólafur sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum. Ciudad vann seinni leikinn 33-27 á heimavelli eftir 34-39 tap í fyrri leiknum í Kiel. Ólafur skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum og var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaleikjunum tveimur en þetta var í fjórða skiptið sem hann vann Meistaradeild Evrópu þar af í þriðja sinn á fjórum árum með spænska liðinu. Ólafur hefur leikið stórt hlutverk með nýja liði sínu, Rhein Neckar Löwen, á þessu tímabili og er sem stendur þriðji markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Ólafur tók sér frí frá landsliðinu á árinu 2009 en hefur nú gefið kost á sér á nýjan leik og verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í Austurríki sem hefst eftir tvær vikur. Hér fyrir niður smá finna lokastöðuna í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Það fengu alls 30 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og koma þeir úr fimmtán íþróttagreinum.Kjör íþróttamanns ársins 2009:Nítján meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt. Það var því mest hægt að hljóta 380 stig í kjörinu.1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1 Innlendar Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson var í kvöld útnefndur Íþróttamaður ársins 2009 af Samtökum Íþróttafréttamanna en Ólafur tók við viðurkenningu sinni við viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Þetta er annað árið í röð sem Ólafur fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins en hann hefur alls fengið þennan heiður fjórum sinnum á frábærum ferli sínum. Ólafur fékk alveg eins og í fyrra fullt hús í kjörinu og var með 193 fleiri atkvæði í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen sem varð í öðru sæti. Þóra Björg Helgadóttir kom síðan í þriðja sæti með 23 færri atkvæði en Eiður Smári. Þrjár konur voru meðal fimm hæstu í kjörinu og er þetta aðeins í þriðja skiptið (líka 2000 og 2004) þar sem konur eru í meirihluta meðal fimm efstu í kjörinu. Ólafur kvaddi spænska liðið Ciudad Real með frábærum hætti á árinu með því að vinna bæði spænska meistaratitilinn og Meistaradeild Evrópu annað árið í röð. Ólafur hafði leikið með Ciudad-liðinu frá árinu 2002 og vann alls sextán stóra titla með félaginu. Ólafur sá til þess öðrum fremur með frábærri frammistöðu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar að Ciudad náði að vinna upp fimm marka forskot þýska liðsins Kiel frá því í fyrri úrslitaleiknum. Ciudad vann seinni leikinn 33-27 á heimavelli eftir 34-39 tap í fyrri leiknum í Kiel. Ólafur skoraði 8 mörk í úrslitaleiknum og var borinn á höfuðstól í lok hans sem hetja spænska liðsins. Hann skoraði alls 14 mörk í úrslitaleikjunum tveimur en þetta var í fjórða skiptið sem hann vann Meistaradeild Evrópu þar af í þriðja sinn á fjórum árum með spænska liðinu. Ólafur hefur leikið stórt hlutverk með nýja liði sínu, Rhein Neckar Löwen, á þessu tímabili og er sem stendur þriðji markahæsti leikmaður liðsins í deildinni. Ólafur tók sér frí frá landsliðinu á árinu 2009 en hefur nú gefið kost á sér á nýjan leik og verður í stóru hlutverki með liðinu á Evrópumótinu í Austurríki sem hefst eftir tvær vikur. Hér fyrir niður smá finna lokastöðuna í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins. Það fengu alls 30 íþróttamenn atkvæði í kjörinu og koma þeir úr fimmtán íþróttagreinum.Kjör íþróttamanns ársins 2009:Nítján meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna tóku þátt. Það var því mest hægt að hljóta 380 stig í kjörinu.1.sæti Ólafur Stefánsson (handbolti) 380 stig 2. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna) 187 3. Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) 164 4. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 104 5. Helga Margrét Þorsteinsdóttir (frjálsar íþróttir) 98 6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 86 7. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 78 8. Jakob Jóhann Sveinsson (sund) 63 9. Björgvin Páll Gústavsson (handbolti) 55 10. Hólmfríður Magnúsdóttir (knattspyrna) 50 11. Hermann Hreiðarsson (knattspyrna) 34 12. Róbert Gunnarsson (handbolti) 14 13. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar íþróttir) 12 14. Katrín Jónsdóttir (knattspyrna) 12 15. Eyþór Þrastarson (íþróttir fatlaðra) 6 16. Auðunn Jónsson (lyftingar) 5 17. Snorri Steinn Guðjónsson (handbolti) 5 18.-19. Ólafur Björn Loftsson (golf) 4 18.-19. Kristján Örn Sigurðsson (knattspyrna) 4 20. Jakob Örn Sigurðarson (körfubolti) 4 21. Berglind Íris Hansdóttir (handbolti) 4 22.-23. Viktor Kristmannsson (fimleikar) 3 22.-23. Guðmundur Stephensen (borðtennis) 3 24. Þormóður Jónsson (júdó) 3 25.-27. Sölvi Geir Ottesen Jónsson (knattspyrna) 2 25.-27. Björgvin Björgvinsson (skíði) 2 25.-27. Tinna Helgadóttir (badminton) 2 28.-30. Ragnheiður Ragnarsdóttir (sund) 1 28.-30. Sigurður Sigurðarson (hestaíþróttir) 1 28.-30. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 1
Innlendar Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira