Traustur og tilgerðarlaus Trausti Júlíusson skrifar 18. nóvember 2010 20:00 2.0 með Tryggva Hübner. Tónlist / *** 2.0 Tryggvi Hübner Tryggvi Hübner er einn af fremstu gítarleikurum Íslands. Hann hefur bæði verið í hljómsveitum eins og Eik og Cabaret og spilað með Megasi, Bubba, Rúnari Júl og mörgum fleiri. 2.0 er önnur sólóplata Tryggva, en sú fyrri Betri ferð kom út árið 1995. Á 2.0 eru ellefu lög. Níu fyrstu eru frumsamin og án söngs, en þau tvö síðustu eru blússlagarinn Need Your Love So Bad sem Sara Blandon syngur og Free-lagið Wishing Well sem félagi Tryggva úr Eikinni Sigurður Sigurðsson syngur. Sigurður var atkvæðamikill rokksöngvari á árum áður og var m.a. í hljómsveitunum Tívolí og Íslenskri kjötsúpu. Gaman að heyra í honum á nýjan leik. 2.0 er tilgerðarlaus og vönduð plata frá flinkum tónlistarmanni. Tryggvi byrjar plötuna rólega á klassískum gítar, en færir sig svo yfir á rafmagnsgítarinn. Tryggvi er sérstaklega melódískur og lipur gítarleikari og ætti ekki að valda aðdáendum sínum vonbrigðum hér. Vonandi verður styttri bið í næstu plötu! Niðurstaða: Gítarsnillingurinn Tryggvi með melódíska og vandaða plötu. Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Tónlist / *** 2.0 Tryggvi Hübner Tryggvi Hübner er einn af fremstu gítarleikurum Íslands. Hann hefur bæði verið í hljómsveitum eins og Eik og Cabaret og spilað með Megasi, Bubba, Rúnari Júl og mörgum fleiri. 2.0 er önnur sólóplata Tryggva, en sú fyrri Betri ferð kom út árið 1995. Á 2.0 eru ellefu lög. Níu fyrstu eru frumsamin og án söngs, en þau tvö síðustu eru blússlagarinn Need Your Love So Bad sem Sara Blandon syngur og Free-lagið Wishing Well sem félagi Tryggva úr Eikinni Sigurður Sigurðsson syngur. Sigurður var atkvæðamikill rokksöngvari á árum áður og var m.a. í hljómsveitunum Tívolí og Íslenskri kjötsúpu. Gaman að heyra í honum á nýjan leik. 2.0 er tilgerðarlaus og vönduð plata frá flinkum tónlistarmanni. Tryggvi byrjar plötuna rólega á klassískum gítar, en færir sig svo yfir á rafmagnsgítarinn. Tryggvi er sérstaklega melódískur og lipur gítarleikari og ætti ekki að valda aðdáendum sínum vonbrigðum hér. Vonandi verður styttri bið í næstu plötu! Niðurstaða: Gítarsnillingurinn Tryggvi með melódíska og vandaða plötu.
Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira