Lífið

Góðir gestir í jólaglöggi

Kjartan Holm og Anna Hildur kíktu í jólaglöggið.   fréttablaðið/valli
Kjartan Holm og Anna Hildur kíktu í jólaglöggið. fréttablaðið/valli

Útón hélt sitt árlega jólaglögg á Kaffi Rosenberg á þriðjudagskvöld. Hljómsveitin Of Monsters and Men spilaði lög af plötu sinni sem er væntanleg á næsta ári.

Í hófinu var boðið upp á jólaglögg, bjór, gos, kaffi og piparkökur, sem gestirnir slógu að sjálfsögðu ekki hendinni á móti. Helstu hagsmunafélög tónlistarmanna og útgefenda stóðu að glögginu en þau eru:

Félag íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Félag tónskálda og textahöfunda (FTT), Tónskáldafélag Íslands (TÍ), Félag íslenskra tónlistarmanna (FÍT), Samband flytjenda og hljómplötuframleiðenda (SFH) og Félag hljómplötuframleiðenda (FHF).

Þær Sigríður og Signý voru á meðal gesta.

Útvarpskonan Andrea Jónsdóttir og tónlistarmaðurinn Ölvis litu við.

Skúli mennski og Eyjólfur Eyvindarson, eða Sesar A, létu sig ekki vanta.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.