Innlent

Baldur: Ég lýsi mig saklausan

Baldur Guðlaugsson, til vinstri, ásamt verjanda sínum Karli Axelssyni.
Baldur Guðlaugsson, til vinstri, ásamt verjanda sínum Karli Axelssyni. MYND/GVA

Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins lýsti sig saklausan við þingfestingu ákæru á hendur honum í morgun. Hann er ákærður fyrir meint innherjasvik og brot í opinberu starfi.

Guðjón Marteinsson, héraðsdómari, óskaði eftir afstöðu Baldurs til sakarefnisins og sagðist Baldur saklaus. Þegar dómari spurði hvort hann vildi tjá sig um sakargiftir að öðru leyti neitaði hann því.

Karl Axelsson verjandi Baldurs óskaði eftir átta vikna fresti til að skila greinargerð í málinu. Guðjón Marteinsson féllst ekki á það og veitti sex vikna frest en næsta fyrirtaka í málinu verður föstudaginn 10. desember næstkomandi.

Verjanda Baldurs lék forvitni á að vitna hvort fjölskipaður dómur yrði skipaður í málinu og hvort hann yrði skipaður sérfróðum meðdómsmönnum. Guðjón sagðist ekki geta svarað því að svo stöddu, það yrði að koma í ljós.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×