Innlent

Mikið á­lag sem bitnar mest á bráðamóttökunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Álagið er sagt afar mikið á Landspítalanum þessa dagana.
Álagið er sagt afar mikið á Landspítalanum þessa dagana. Vísir/Vilhelm

Mikið álag er á deildum Landspítalans sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Yfir tvö hundruð manns hafa leitað á bráðamóttökuna undanfarna tvo daga. 

Vakin er athygli á erfiðri stöðu í tilkynningu frá Landspítalanum á Facebook. Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, segir að undanfarna tvo daga hafi óvenjulega margir leitað á bráðamóttöku Landspítalans, yfir tvö hundruð manns hvorn dag.

„Það bætist við þær hefðbundnu áskoranir sem spítalinn er alltaf að fást við. Hann er alltaf yfirfullur og með hundrað prósenta rúmanýtingu árið um kring,“ segir Andri.

Hann bætir við að fleiri tugir einstaklinga hverju sinni ættu í raun að vera á öldrunarheimilum en ekki á Landspítalanum. Þeir séu að fullu útskrifaðir frá spítalanum en komist ekki að.

„Það má þess vegna svo lítið út af bregða til að það skapist óþægilegar aðstæður á spítalanum.“

Eðli máls samkvæmt sé forgangsraðað á bráðamóttöku og því þurfi þeir sem eru ekki með bráð veikindi að bíða. Sú bið geti verið löng enda sé fólk með bráð veikindi ávallt í forgangi.

„Bráðamóttakan er ekki endilega besti staðurinn að leita á núna ef það er einhver möguleiki á að fara annað, þ.e. ef vandamálið er ekki annað eða mjög brátt.“


Álag á bráðamóttöku

Um þessar mundir er mikið álag á deildum Landspítala sem bitnar einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Á bráðamóttökunni er forgangsraðað eftir bráðleika. Við aðstæður eins og nú eru getur fólk sem ekki er í bráðri hættu því þurft að bíða lengur en annars eftir þjónustu.

Við biðjum fólk sem er ekki í bráðri hættu að hringja fyrst í 1700 eða leita upplýsinga á netspjalli Heilsuveru.

Í neyðartilfellum skal ávalt hringja í 112.


Tengdar fréttir

„Álag sem við höfum ekki séð áður“

Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar.

Gríðarlegt álag á bráðamóttöku barna vegna inflúensu

Gríðarlegt álag hefur verið á bráðamóttöku barna í vikunni vegna inflúensu og kórónuveirunnar. Aðsóknarmet hafa verið slegin dag eftir dag, að sögn Valtýs Thors, barnalæknis á Barnaspítala Hringsins.

Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans og löng bið

Mikið álag er á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi og er nú forgangsraðað eftir alvarleika. Fólk sem er ekki í bráðri hættu er hvatt til að leita annað, til dæmis á heilsugæslustöðvar eða læknavaktir utan þjónustutíma heilsugæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×