Mamma gaf mér það að bjóða systur minni með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2010 06:30 Helga Margrét. Fréttablaðið/Valli Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Moncton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu. „Maður er búinn að vera að hugsa um þetta mót síðasta árið og maður trúir því varla að það sé komið að þessu," sagði Helga Margrét. Hún keppti í sinni fyrstu þraut í Ísrael á dögunum og fékk þá 5.757 stig en Íslandsmetið hennar er 5.875 stig frá því í fyrra. „Ég myndi ekki vilja vera að fara í gegnum fyrstu þrautina á árinu á þessu móti og það var mjög gott að fara í gegnum þessa þraut í Ísrael þótt að hún hafi ekki gengið stóráfallalaust. Mér finnst ég vera í miklu betra standi núna en þá. Ég hlakka mikið til og geta varla beðið eftir því að byrja," segir Helga Margrét. Helga Margrét er með þriðja besta árangurinn af þeim 28 stelpum sem taka þátt í mótinu en segist ekki vera að hugsa um það hvort hún komist á pall. „Ég hugsa ekkert út í það. Ég reyni að hugsa um að ná mínum markmiðum í hverri grein fyrir sig og svo koma bara stigin í ljós þegar ég kem í mark eftir 800 metra hlaupið. Ég er ekki búin að skoða keppinautana og ætla ekki að gera það. Ég er komin hingað til að gera mitt besta og svo kemur bara í ljós hver verður best í lokin," segir Helga en bæði meiðsli og matareitrun hafa truflað hana í undirbúningi sínum á þessu ári. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt síðasta árið og ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki eins vel undirbúin og ég hefði viljað vera," segir Helga. „Það er frábært að vera hérna. Ég er að koma til Kanada í fyrsta skiptið og fæ að keppa á móti öllum þessum frábæru stelpum. Ég er líka í svo góðum félagsskap því systir mín er hérna með mér. Mamma gaf mér það að borga undir hana," segir Helga, en elsta systir hennar, Sigurbjörg, fór með til Kanada. Innlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni, keppir í dag og á morgun í sjöþraut á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri sem fram fer í Moncton í Kanada. Helga er framarlega í sínum aldursflokki í sjöþraut og það verður fróðlegt að fylgjast með henni á mótinu. „Maður er búinn að vera að hugsa um þetta mót síðasta árið og maður trúir því varla að það sé komið að þessu," sagði Helga Margrét. Hún keppti í sinni fyrstu þraut í Ísrael á dögunum og fékk þá 5.757 stig en Íslandsmetið hennar er 5.875 stig frá því í fyrra. „Ég myndi ekki vilja vera að fara í gegnum fyrstu þrautina á árinu á þessu móti og það var mjög gott að fara í gegnum þessa þraut í Ísrael þótt að hún hafi ekki gengið stóráfallalaust. Mér finnst ég vera í miklu betra standi núna en þá. Ég hlakka mikið til og geta varla beðið eftir því að byrja," segir Helga Margrét. Helga Margrét er með þriðja besta árangurinn af þeim 28 stelpum sem taka þátt í mótinu en segist ekki vera að hugsa um það hvort hún komist á pall. „Ég hugsa ekkert út í það. Ég reyni að hugsa um að ná mínum markmiðum í hverri grein fyrir sig og svo koma bara stigin í ljós þegar ég kem í mark eftir 800 metra hlaupið. Ég er ekki búin að skoða keppinautana og ætla ekki að gera það. Ég er komin hingað til að gera mitt besta og svo kemur bara í ljós hver verður best í lokin," segir Helga en bæði meiðsli og matareitrun hafa truflað hana í undirbúningi sínum á þessu ári. „Þetta er búið að vera svolítið erfitt síðasta árið og ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki eins vel undirbúin og ég hefði viljað vera," segir Helga. „Það er frábært að vera hérna. Ég er að koma til Kanada í fyrsta skiptið og fæ að keppa á móti öllum þessum frábæru stelpum. Ég er líka í svo góðum félagsskap því systir mín er hérna með mér. Mamma gaf mér það að borga undir hana," segir Helga, en elsta systir hennar, Sigurbjörg, fór með til Kanada.
Innlendar Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira