Lífið

Verk um sekt og sakleysi

Sekt og sakleysi Til umfjöllunar hjá Áhugaleikhúsi atvinnumanna.
Sekt og sakleysi Til umfjöllunar hjá Áhugaleikhúsi atvinnumanna.

Örverk um sekt og sakleysi, verður sýnt í beinni útsendingu á www.herbergi408.is kl.12.30 í dag frá Útgerð Hugmyndahúss háskólanna við Grandagarð.

Verkið er níunda örverkið af tólf sem Áhugaleikhús atvinnumanna býður áhorfendum upp á endurgjaldslaust. Í þetta sinn veltir leikhúsið fyrir sér sekt og sakleysi þjóðarinnar, hlutverki dæmenda og réttlæti dóma.

Áhorfendur geta mætt í Útgerðina eða fylgst með við tölvuna.

Leikstjóri er Steinunn Knútsdóttir en leikendur eru Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Halldóra Malín Pétursdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Orri Huginn Ágústsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson.

Hákon Már Oddson og útskriftarnemar Lista- og fjölmiðlasviðs Borgarholtsskóla sjá um beinu útsendinguna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.