Þóra Einars stjarna sýningarinnar Jónas Sen skrifar 18. október 2010 07:00 Frammistaða Þóru var einstök. Tónlist *** Rigoletto eftir Verdi Íslenska óperan Leikstjórn: Stefán Baldursson Hljómsveitarstjórn: Daníel Bjarnason Rigoletto var frumsýnd í Íslensku óperunni á laugardagskvöldið. Þar í aðalhlutverki er kroppinbakurinn Rigoletto, sem er eins konar hirðfífl. Sérgrein hans er að gera grín að óvinum vinnuveitanda síns. Það er hinn kvensami hertogi af Mantua. Einn af þessum óvinum er greifinn Monterone. Hertoginn hefur svívirt dóttur hans og Monterone er ekki ánægður. Þegar hann kemur til að skammast gerir Rigoletto gys að honum. Þá verður greifinn brjálaður og leggur bölvun á hann. Það er til marks um fremur flata leikstjórn Stefáns Baldurssonar að þessi lykilatburður var hálf-ómerkilegur, a.m.k. á frumsýningunni. Bergþór Pálsson var í hlutverki Monterone. Þótt hann sé flottur söngvari er hann ekki með sérlega kraftmikla rödd. Leikstjórinn hefði átt að útfæra bölvunina betur. Ekki bara láta Bergþór syngja. Hann hefði átt að gefa honum meira vægi. Láta söngvarann leggja ríkulegri áherslu á bölvunina með leik og látbragði. Bergþór er frábær leikari, en hér fékk hann ekki að njóta sín. Upphafssenan var líka skringileg. Hún var einhvers konar útrásarpartí - ef hægt er að nota það orð. Auðugur gestgjafi og nóg af fáklæddum konum. Erótískir tilburðir kvennanna voru tilgerðarlegir og klisjukenndir. Dansarnir beinlínis hallærislegir. Kannski áttu þeir að vera það, en þeir hefðu þá mátt vera fyndnari. Og hertoginn, gestgjafinn sem var leikinn af Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni, var svo rogginn, svo fullur af gorgeir, að það missti marks. Jóhann Friðgeir er enginn sérstakur leikari, en hefði ekki verið hægt að leikstýra honum betur? Jóhann Friðgeir er þó eftirtektarverður söngvari. Hlutverkið er heldur hátt fyrir rödd hans en hann veldur því nokkuð vel. Hæðin gerði það helst að verkum að mýkri hliðar söngsins komu ekki sérlega vel fram. Jóhann þurfti of mikið að einbeita sér að tæknilegum hliðum söngsins. Það vantaði glæsileikann og áreynsluleysið. Meiri kraftur var í söng Ólafs Kjartans Sigurðarsonar, sem var í hlutverki Rigolettos. Og leikurinn var framúrskarandi. Sambandið við dóttur hans var ekta. Hefndarþorstinn, þegar hún var flekuð af hertoganum, kom beint frá hjartanu. Ólafur Kjartan hefur sterka nærveru, burtséð frá allri leikstjórn. Söngurinn var samt dálítið einhæfur, fullmikið í efsta gírnum. Meiri undiralda, fleiri litir og andstæður hefðu gert túlkunina áhrifameiri. Stjarna sýningarinnar var Þóra Einarsdóttur í hlutverki dóttur Rigolettos. Hjá henni fór allt saman, trúverðugur leikur og margbrotinn, forkunnarfagur söngur. Frammistaða hennar var einstök. Aðrir söngvarar í minni hlutverkum stóðu sig ágætlega. Jóhann Smári Sævarsson var notalega subbulegur sem leigumorðingi. Systir hans, sem Sesselja Kristjánsdóttir lék, var glyðruleg á réttan hátt. Ágúst Ólafsson í hlutverki kokkálaðs eiginmanns var frábær. Aðrir voru líka góðir. Og kórinn var flottur. Daníel Bjarnason stjórnaði tónlistinni. Hljómsveitin var pottþétt, með sitt á hreinu. Og ákjósanlegt jafnvægi var á milli söngvaranna. Styrkleikahlutföllin á milli söngvara og hljómsveitar voru þó ekki alltaf rétt. Maður hefði viljað fyllri hljómsveitarhljóm og veikari söng hér og þar. Sérstaklega í byrjun. En dramað í hljómsveitarröddinni skilaði sér almennt prýðilega. Lítið er hægt að segja um búninga Filippíu Elísdóttur og leikmynd Þórunnar S. Þorgrímsdóttur. Hvort tveggja var látlaust; fátt sem gladdi augað. Maður dáðist ekki að neinu. En það virkaði. Lýsing Páls Ragnarssonar var líka smekkleg, og rétta andrúmsloftið var a.m.k. alltaf til staðar. Í það heila er Rigoletto ágæt sýning, þrátt fyrir þá annmarka sem hér hafa verið tíundaðir. Sumt var jú hallærislegt og skaut skökku við. Það vandist samt undarlega vel, meira og meira eftir því sem á leið. Og það var auðfundið að söngvararnir skemmtu sér konunglega í hlutverkum sínum. Þessi smitandi sönggleði skipti máli. Hún á ekki lítinn þátt í því að sýningin fær hér þrjár stjörnur. Niðurstaða: Á margan hátt góð uppfærsla á Rigoletto. Tónlistarflutningurinn var yfirleitt vandaður. Leikstjórnin hefði mátt vera meira spennandi. Sumir söngvararnir voru frábærir, aðrir síðri. Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist *** Rigoletto eftir Verdi Íslenska óperan Leikstjórn: Stefán Baldursson Hljómsveitarstjórn: Daníel Bjarnason Rigoletto var frumsýnd í Íslensku óperunni á laugardagskvöldið. Þar í aðalhlutverki er kroppinbakurinn Rigoletto, sem er eins konar hirðfífl. Sérgrein hans er að gera grín að óvinum vinnuveitanda síns. Það er hinn kvensami hertogi af Mantua. Einn af þessum óvinum er greifinn Monterone. Hertoginn hefur svívirt dóttur hans og Monterone er ekki ánægður. Þegar hann kemur til að skammast gerir Rigoletto gys að honum. Þá verður greifinn brjálaður og leggur bölvun á hann. Það er til marks um fremur flata leikstjórn Stefáns Baldurssonar að þessi lykilatburður var hálf-ómerkilegur, a.m.k. á frumsýningunni. Bergþór Pálsson var í hlutverki Monterone. Þótt hann sé flottur söngvari er hann ekki með sérlega kraftmikla rödd. Leikstjórinn hefði átt að útfæra bölvunina betur. Ekki bara láta Bergþór syngja. Hann hefði átt að gefa honum meira vægi. Láta söngvarann leggja ríkulegri áherslu á bölvunina með leik og látbragði. Bergþór er frábær leikari, en hér fékk hann ekki að njóta sín. Upphafssenan var líka skringileg. Hún var einhvers konar útrásarpartí - ef hægt er að nota það orð. Auðugur gestgjafi og nóg af fáklæddum konum. Erótískir tilburðir kvennanna voru tilgerðarlegir og klisjukenndir. Dansarnir beinlínis hallærislegir. Kannski áttu þeir að vera það, en þeir hefðu þá mátt vera fyndnari. Og hertoginn, gestgjafinn sem var leikinn af Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni, var svo rogginn, svo fullur af gorgeir, að það missti marks. Jóhann Friðgeir er enginn sérstakur leikari, en hefði ekki verið hægt að leikstýra honum betur? Jóhann Friðgeir er þó eftirtektarverður söngvari. Hlutverkið er heldur hátt fyrir rödd hans en hann veldur því nokkuð vel. Hæðin gerði það helst að verkum að mýkri hliðar söngsins komu ekki sérlega vel fram. Jóhann þurfti of mikið að einbeita sér að tæknilegum hliðum söngsins. Það vantaði glæsileikann og áreynsluleysið. Meiri kraftur var í söng Ólafs Kjartans Sigurðarsonar, sem var í hlutverki Rigolettos. Og leikurinn var framúrskarandi. Sambandið við dóttur hans var ekta. Hefndarþorstinn, þegar hún var flekuð af hertoganum, kom beint frá hjartanu. Ólafur Kjartan hefur sterka nærveru, burtséð frá allri leikstjórn. Söngurinn var samt dálítið einhæfur, fullmikið í efsta gírnum. Meiri undiralda, fleiri litir og andstæður hefðu gert túlkunina áhrifameiri. Stjarna sýningarinnar var Þóra Einarsdóttur í hlutverki dóttur Rigolettos. Hjá henni fór allt saman, trúverðugur leikur og margbrotinn, forkunnarfagur söngur. Frammistaða hennar var einstök. Aðrir söngvarar í minni hlutverkum stóðu sig ágætlega. Jóhann Smári Sævarsson var notalega subbulegur sem leigumorðingi. Systir hans, sem Sesselja Kristjánsdóttir lék, var glyðruleg á réttan hátt. Ágúst Ólafsson í hlutverki kokkálaðs eiginmanns var frábær. Aðrir voru líka góðir. Og kórinn var flottur. Daníel Bjarnason stjórnaði tónlistinni. Hljómsveitin var pottþétt, með sitt á hreinu. Og ákjósanlegt jafnvægi var á milli söngvaranna. Styrkleikahlutföllin á milli söngvara og hljómsveitar voru þó ekki alltaf rétt. Maður hefði viljað fyllri hljómsveitarhljóm og veikari söng hér og þar. Sérstaklega í byrjun. En dramað í hljómsveitarröddinni skilaði sér almennt prýðilega. Lítið er hægt að segja um búninga Filippíu Elísdóttur og leikmynd Þórunnar S. Þorgrímsdóttur. Hvort tveggja var látlaust; fátt sem gladdi augað. Maður dáðist ekki að neinu. En það virkaði. Lýsing Páls Ragnarssonar var líka smekkleg, og rétta andrúmsloftið var a.m.k. alltaf til staðar. Í það heila er Rigoletto ágæt sýning, þrátt fyrir þá annmarka sem hér hafa verið tíundaðir. Sumt var jú hallærislegt og skaut skökku við. Það vandist samt undarlega vel, meira og meira eftir því sem á leið. Og það var auðfundið að söngvararnir skemmtu sér konunglega í hlutverkum sínum. Þessi smitandi sönggleði skipti máli. Hún á ekki lítinn þátt í því að sýningin fær hér þrjár stjörnur. Niðurstaða: Á margan hátt góð uppfærsla á Rigoletto. Tónlistarflutningurinn var yfirleitt vandaður. Leikstjórnin hefði mátt vera meira spennandi. Sumir söngvararnir voru frábærir, aðrir síðri.
Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira