Körfubolti

Umfjöllun: Grindavík lagði Stjörnuna aftur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Páll Axel var með 24 stig og fann sig talsvert betur en í úrslitaleiknum í bikarnum.
Páll Axel var með 24 stig og fann sig talsvert betur en í úrslitaleiknum í bikarnum.

Grindvíkingar náðu í tvö stig til viðbótar úr greipum Stjörnumanna í Garðabænum í kvöld. Lokastaðan var 76-81 eftir jafnan leik.

Fyrir leikinn munaði tveimur stigum á liðunum, Stjarnan með 26 stig en Grindavík 24 stig. Það mátti því búast við hörkuleik.

Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en hvorugt liðanna var þó almennilega að finna taktinn. Grindvíkingar leiddu með einu stigi 15-16. Stjörnumenn voru síðan sterkari í öðrum leikhlutanum og höfðu þriggja stiga forskot í hálfleik. Jovan Zdravevski fór fyrir Stjörnuliðinu í fyrri hálfleiknum.

Í þriðja leikhlutan fundu gestirnir Darrel Flake betur undir körfunni og hjólin fóru að snúast betur. Mikið jafnræði var undir lokin og spennan mikil.

Grindavík var með þriggja stiga forskot þegar skammt var eftir en Stjarnan með boltann. Jovan Zdravevski gerði slæm mistök, tók þriggja stiga skot í engu jafnvægi þegar nægur tími var til stefnu.

Grindvíkingar náðu síðan að innsigla sigur sinn af vítalínunni og lögðu Stjörnuna öðru sinni í vetur.

Stjarnan - Grindavík 72-76 (36-32)

Stigahæstir hjá Stjörnunni: Jovan Zdravevzki 22, Justin Shouse 21, Djorde Pantelic 15, Fannar Helgason 12.

Stigahæstir hjá Grindavík: Páll Axel Vilbergsson 24, Darrel Flake 18, Þorleifur Ólafsson 13.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×