Nýtt fjármálakerfi Jón Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2010 06:00 Frumvarp um fjármálafyrirtæki er til afgreiðslu á Alþingi. Frumvarpið markar mikilvæg skref í átt að nýju fjármálakerfi sem nauðsyn er að byggja upp í stað þess sem hrundi. Frumvarpið kveður á um skarpar reglur sem tryggja eiga góða stjórnun og vandaða viðskiptaháttu á fjármálamarkaði. Heimildir Fjármálaeftirlitsins verða auknar verulega. Reynt er að hindra að menn beri við bankaleynd gegn upplýsingaóskum eftirlitsstofnana. Ákvæði eru hert og skýrð um fjöldamörg atriði sem máli skipta. Meðal þess sem frumvarpið fjallar um eru lán til eigin stjórnarmanna, ótryggð lán eða lán með veikum veðum, áhættustig sem tengist einum og sama viðskiptamanni, mat á eignaraðilum og tilkynningafrestir. Sett verða nýstárleg ákvæði til að knýja fram upplýsingar um innbyrðis tengsl eigenda. Ábyrgð stjórnarmanna verður aukin verulega, og ákvæði eru um tilhögun endurskoðunar og innri endurskoðun. Víða er nú rætt um þær grundvallarbreytingar sem óhjákvæmilegar verða í fjármálafyrirtækjum og á fjármálamörkuðum eftir atburði nýliðinna missera. Jafnvel Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, hefur viðurkennt opinberlega að það sjálfræði sem einkenndi fjármálastarfsemi á síðustu árum getur ekki gengið og að fjármálamarkaðir rétta sig ekki alltaf sjálfir af án ytri aðstoðar. Í þessu felst að fjármálakerfinu er ekki treyst til að verja almenning og samfélögin gegn skelfilegum afleiðingum mistaka eða misferlis þeirra sem starfa á fjármálamörkuðum. Fjöldamörg atriði koma til skoðunar í þessum umræðum. Erlendis er talað um að taka aftur upp verkaskiptingu banka svipaða því sem lengi tíðkaðist vestan hafs. Þá er bönkum skipt í mismunandi undirflokka og hverjum um sig bannað að stunda ólíkar greinar bankastarfsemi. Settur er vörður um innstæður almennings, meðal annars með því að bönkum sem varðveita þær er bannað að starfa jafnframt sem fjárfestingarbankar eða að taka verulega eigin viðskiptaáhættu. Einnig er rætt um auknar heimildir eftirlitsstofnana og miklu nákvæmara og tímanlegara eftirlit heldur en verið hefur. Þótt reglur um bankaleynd kunni að haldast lítt breyttar út á við er ráð gert fyrir því að eftirlitsstofnanir verði betur undanþegnar þeim en verið hefur. Sérstök athygli beinist líka um þessar mundir að starfsháttum endurskoðenda, bæði að innri endurskoðun innan veggja fjármálafyrirtækjanna og ekki síður að sjálfstætt starfandi endurskoðendum. Kröfur um eigið fé, lausafé og um samræmi í dreifingu skuldbindinga og inngreiðslna verða líklega auknar verulega. Sama á við um dreifingu áhættu, bæði á milli viðskiptamanna, einstakra innlána og útlána, svo og milli áhættuflokka og tímasetninga. Þessu til viðbótar eru víða kröfur uppi um bann við mjög flóknum og ógegnsæjum skjalaformum og viðskiptaformum en þess háttar viðskipti voru einmitt í tísku á undanförnum árum - með hörmulegum afleiðingum. Síðast en ekki síst er að nefna að rætt er um stóraukna beina og persónulega ábyrgð stjórnarmanna og stjórnenda fjármálafyrirtækjanna. Fjölmiðlar eiga að fylgjast með þróun löggjafar á þessu sviði. Enginn efast lengur um að reglur fjármálakerfisins eru hagsmunamál almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Frumvarp um fjármálafyrirtæki er til afgreiðslu á Alþingi. Frumvarpið markar mikilvæg skref í átt að nýju fjármálakerfi sem nauðsyn er að byggja upp í stað þess sem hrundi. Frumvarpið kveður á um skarpar reglur sem tryggja eiga góða stjórnun og vandaða viðskiptaháttu á fjármálamarkaði. Heimildir Fjármálaeftirlitsins verða auknar verulega. Reynt er að hindra að menn beri við bankaleynd gegn upplýsingaóskum eftirlitsstofnana. Ákvæði eru hert og skýrð um fjöldamörg atriði sem máli skipta. Meðal þess sem frumvarpið fjallar um eru lán til eigin stjórnarmanna, ótryggð lán eða lán með veikum veðum, áhættustig sem tengist einum og sama viðskiptamanni, mat á eignaraðilum og tilkynningafrestir. Sett verða nýstárleg ákvæði til að knýja fram upplýsingar um innbyrðis tengsl eigenda. Ábyrgð stjórnarmanna verður aukin verulega, og ákvæði eru um tilhögun endurskoðunar og innri endurskoðun. Víða er nú rætt um þær grundvallarbreytingar sem óhjákvæmilegar verða í fjármálafyrirtækjum og á fjármálamörkuðum eftir atburði nýliðinna missera. Jafnvel Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, hefur viðurkennt opinberlega að það sjálfræði sem einkenndi fjármálastarfsemi á síðustu árum getur ekki gengið og að fjármálamarkaðir rétta sig ekki alltaf sjálfir af án ytri aðstoðar. Í þessu felst að fjármálakerfinu er ekki treyst til að verja almenning og samfélögin gegn skelfilegum afleiðingum mistaka eða misferlis þeirra sem starfa á fjármálamörkuðum. Fjöldamörg atriði koma til skoðunar í þessum umræðum. Erlendis er talað um að taka aftur upp verkaskiptingu banka svipaða því sem lengi tíðkaðist vestan hafs. Þá er bönkum skipt í mismunandi undirflokka og hverjum um sig bannað að stunda ólíkar greinar bankastarfsemi. Settur er vörður um innstæður almennings, meðal annars með því að bönkum sem varðveita þær er bannað að starfa jafnframt sem fjárfestingarbankar eða að taka verulega eigin viðskiptaáhættu. Einnig er rætt um auknar heimildir eftirlitsstofnana og miklu nákvæmara og tímanlegara eftirlit heldur en verið hefur. Þótt reglur um bankaleynd kunni að haldast lítt breyttar út á við er ráð gert fyrir því að eftirlitsstofnanir verði betur undanþegnar þeim en verið hefur. Sérstök athygli beinist líka um þessar mundir að starfsháttum endurskoðenda, bæði að innri endurskoðun innan veggja fjármálafyrirtækjanna og ekki síður að sjálfstætt starfandi endurskoðendum. Kröfur um eigið fé, lausafé og um samræmi í dreifingu skuldbindinga og inngreiðslna verða líklega auknar verulega. Sama á við um dreifingu áhættu, bæði á milli viðskiptamanna, einstakra innlána og útlána, svo og milli áhættuflokka og tímasetninga. Þessu til viðbótar eru víða kröfur uppi um bann við mjög flóknum og ógegnsæjum skjalaformum og viðskiptaformum en þess háttar viðskipti voru einmitt í tísku á undanförnum árum - með hörmulegum afleiðingum. Síðast en ekki síst er að nefna að rætt er um stóraukna beina og persónulega ábyrgð stjórnarmanna og stjórnenda fjármálafyrirtækjanna. Fjölmiðlar eiga að fylgjast með þróun löggjafar á þessu sviði. Enginn efast lengur um að reglur fjármálakerfisins eru hagsmunamál almennings.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun